Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   þri 03. desember 2024 16:00
Elvar Geir Magnússon
Williams á marga stóra aðdáendur
Nico Williams.
Nico Williams.
Mynd: EPA
Útlit er fyrir harða baráttu um Nico Williams næsta sumar en þá á hann bara eitt ár eftir af samningi sínum við Athletic Bilbao.

Þessi 22 ára spænski landsliðsmaður var frábær á síðasta Evrópumóti og er með eitt mark og þrjár stoðsendingar í La Liga á þessu tímabili.

Barcelona hefur lengi horft löngunaraugum til hans en spænskir fjölmiðlar segja að tilhugsunin um að reyna fyrir sér í öðru landi heilli Williams.

Ensku úrvalsdeildarfélögin Manchester United, Tottenham Hotspur, Arsenal og Chelsea eru öll sögð horfa til hans fyrir næsta sumar og þá sýna Bayern München og Paris Saint-Germain áhuga.

Áhersla Barcelona á að fá Williams er sögð hafa minnkað því Brasilíumaðurinn Raphinha hefur verið einn besti leikmaður spænsku deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner