Liverpool býður Trent væna launahækkun - PSG og Villa gætu skipst á leikmönnum - Zirkzee vill fara frá Man Utd
   þri 04. janúar 2022 22:55
Brynjar Ingi Erluson
Davíð Kristján á leið í sænsku úrvalsdeildina
Davíð Kristján Ólafsson er að ganga til liðs við Kalmar
Davíð Kristján Ólafsson er að ganga til liðs við Kalmar
Mynd: Davíð Kristján Ólafsson
Íslenski bakvörðurinn Davíð Kristján Ólafsson er á leið til Kalmar í Svíþjóð en þetta herma áreiðanlegar heimildir Fótbolta.net.

Davíð, sem er 26 ára gamall, yfirgaf uppeldisfélag sitt, Breiðablik, árið 2019 og samdi við Álasund í Noregi.

Hann skoraði 2 mörk og lagði upp sjö í B-deildinni á nýafstöðnu tímabili er Álasund tryggði sig aftur upp í norsku úrvalsdeildina.

Samningur Davíðs rann út rétt fyrir áramót og var honum því frjálst að ræða við önnur félög.

Álasund hafði mikinn áhuga á að framlengja við Davíð og þá var mikill áhugi frá félögum á Norðurlöndunum og í Póllandi en samkvæmt heimildum Fótbolta þá hefur hann ákveðið að samþykkja tilboð frá Kalmar og verður gengið frá skiptunum á næstunni.

Kalmar hafnaði í 6. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner