Liverpool blandar sér í baráttuna um Baleba - Tonali til Chelsea? - Real Madrid á eftir Rodri - Chelsea undirbýr risatilboð í Rogers
   sun 04. janúar 2026 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Amorim: Alltof dýrt að spila leikkerfið sem ég vil
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Ruben Amorim þjálfari Manchester United sagði í viðtali á aðfangadag að það væri alltof dýrt fyrir félagið að byggja upp byrjunarlið sem getur spilað 3-4-3 leikkerfið sem hann vill.

Hann var beðinn um að útskýra þessi ummæli á fréttamannafundi í gær, fyrir úrvalsdeildarslag gegn Leeds sem fer fram í dag, en neitaði að gera það.

„Mér líður eins og við þurfum alltof mikinn pening og tíma til þess að fullkomna 3-4-3 leikkerfið. Ég er byrjaður að skilja að það gæti ekki orðið að raunveruleika og við þurfum að aðlagast því," sagði Amorim á aðfangadag áður en hann breytti um leikkerfi fyrir 1-0 sigur gegn Newcastle United.

Hann lét þessi ummæli falla aðeins degi eftir að Man Utd tapaði kapphlaupinu um Antoine Semenyo, kantmann Bournemouth, sem er á leið til nágrannanna í Manchester City í staðinn.

Hann breytti leikkerfinu þó til baka í 3-4-3 á heimavelli gegn botnliði Wolves í næsta leik og reyndust það mistök. Frammistaða Rauðu djöflanna var slök og varð niðurstaðan 1-1 jafntefli, þar sem Úlfarnir voru hættulegri aðilinn í jöfnum leik á Old Trafford.

„Ég vil ekki tala um það," svaraði Amorim þegar hann var spurður út í ummælin frá því á aðfangadag. „Ég er bara einbeittur að næsta leik gegn Leeds."

Amorim sagðist ekki sjá eftir ummælunum sem hann lét falla fyrir leikinn gegn Newcastle en neitaði að tjá sig frekar um þau eftir ítrekanir frá fréttamönnum á fundinum.

Man Utd situr í sjötta sæti í ensku úrvalsdeildinni en er aðeins þremur stigum fyrir ofan Fulham sem er í tólfta sæti. Pakkinn er mjög þéttur og þurfa lærlingar Amorim á meiri stöðugleika að halda í úrslitum leikja sinna ef þeir ætla að veita raunverulega baráttu um sæti í evrópukeppni á næstu leiktíð. Markmið tímabilsins er að komast í Evrópu og er líklegt að Amorim verði rekinn ef því verður ekki náð.

Talið er að Rauðu djöflarnir vilji ekki bæta leikmönnum við hópinn sinn án þess að losa sig fyrst við leikmenn sem eru hjá félaginu nú þegar. Joshua Zirkzee og Kobbie Mainoo hafa verið orðaðir við félagaskipti en Amorim segir að enginn leikmaður sé búinn að biðja um að vera seldur eða lánaður út í vetrarglugganum.

„Það hefur enginn rætt við mig um að fara frá félaginu. Frá mínum dyrum lítur ekki út fyrir að það verði nein hreyfing hjá okkur í janúar."

   03.01.2026 08:00
Amorim býst ekki við neinum félagaskiptum

Athugasemdir
banner
banner