Liverpool blandar sér í baráttuna um Baleba - Tonali til Chelsea? - Real Madrid á eftir Rodri - Chelsea undirbýr risatilboð í Rogers
   sun 04. janúar 2026 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Bestur hjá Haukum og KF skiptir til Sandgerðis (Staðfest)
Mynd: Reynir Sandgerði
Reynir Sandgerði hefur bætt Sævari Gylfasyni við leikmannahópinn sinn fyrir komandi keppnistímabil.

Sævar er 25 ára gamall og kemur til félagsins úr röðum KÁ. Hann leikur sem miðvörður og var valinn leikmaður ársins hjá Haukum 2023 og hjá KF 2022.

Hann er fenginn til að hjálpa Reyni í 3. deildinni en Sævar hefur einu sinni áður leikið í deildinni, með KF sumarið 2019. Hann er með 13 leiki að baki í 3. deild og 88 leiki í 2. deild.

Í heildina á Sævar 155 KSÍ-leiki að baki og hefur skorað 26 mörk í þeim, nokkuð markheppinn miðvörður.


Athugasemdir
banner