Þetta hefur verið þungt og erfitt tímabil fyrir Manchester United og stjórinn Rúben Amorim fékk ósk sína um að leikmannahópurinn yrði styrktur á gluggadeginum ekki uppfyllta.
Félagið reyndi við Mathys Tel sem fór á endanum til Tottenham frá Bayern München. Einu leikmennirnir sem komu til United í glugganum voru varnarmennirnir Patrick Dorgu, sem kostaði 30 milljónir punda, og táningurinn Ayden Heaven sem kom frá Arsenal.
Félagið reyndi við Mathys Tel sem fór á endanum til Tottenham frá Bayern München. Einu leikmennirnir sem komu til United í glugganum voru varnarmennirnir Patrick Dorgu, sem kostaði 30 milljónir punda, og táningurinn Ayden Heaven sem kom frá Arsenal.
Mirror setti saman sterkasta mögulega byrjunarlið United í dag. Lisandro Martínez kemur ekki til greina í vörnina þar en hann meiddist illa um liðna helgi og spilar ekki meira á tímabilinu. Luke Shaw er settur í þriggja miðvarða kerfið.
Athygli vekur að Kobbie Mainoo er stillt upp í sóknarstöðu en hann var óvænt notaður sem fölsk nía gegn Crystal Palace.
Ertu sammála því að þetta sé sterkasta byrjunarlið Man Utd í dag?
(3-4-2-1) Onana; De Ligt, Maguire, Shaw; Dalot, Fernandes, Ugarte, Dorgu; Amad, Mainoo; Höjlund
Athugasemdir