Viðræður við Vinicius - Isak spenntur fyrir Liverpool - United fylgist með Delap - Arsenal bíður til sumars
   þri 04. febrúar 2025 13:20
Elvar Geir Magnússon
Sterkasta byrjunarlið Man Utd eftir gluggalok
Þetta hefur verið þungt og erfitt tímabil fyrir Manchester United og stjórinn Rúben Amorim fékk ósk sína um að leikmannahópurinn yrði styrktur á gluggadeginum ekki uppfyllta.

Félagið reyndi við Mathys Tel sem fór á endanum til Tottenham frá Bayern München. Einu leikmennirnir sem komu til United í glugganum voru varnarmennirnir Patrick Dorgu, sem kostaði 30 milljónir punda, og táningurinn Ayden Heaven sem kom frá Arsenal.

Mirror setti saman sterkasta mögulega byrjunarlið United í dag. Lisandro Martínez kemur ekki til greina í vörnina þar en hann meiddist illa um liðna helgi og spilar ekki meira á tímabilinu. Luke Shaw er settur í þriggja miðvarða kerfið.

Athygli vekur að Kobbie Mainoo er stillt upp í sóknarstöðu en hann var óvænt notaður sem fölsk nía gegn Crystal Palace.

Ertu sammála því að þetta sé sterkasta byrjunarlið Man Utd í dag?

(3-4-2-1) Onana; De Ligt, Maguire, Shaw; Dalot, Fernandes, Ugarte, Dorgu; Amad, Mainoo; Höjlund
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner