Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 04. mars 2023 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Guardian segir Man Utd enn vilja De Jong
De Jong hefur spilað 171 leik á þremur og hálfu ári hjá Barca. Hann er samningsbundinn félaginu þar til í júní 2026.
De Jong hefur spilað 171 leik á þremur og hálfu ári hjá Barca. Hann er samningsbundinn félaginu þar til í júní 2026.
Mynd: Getty Images

Guardian heldur því fram að Manchester United sé enn á höttunum eftir Frenkie de Jong, miðjumanni Barcelona og hollenska landsliðsins.


Fjölmiðlar töldu að Man Utd og Barcelona höfðu komist að munnlegu samkomulagi um kaupverð á leikmanninum síðasta sumar en De Jong hafi ekki viljað yfirgefa Barca.

Guardian segir stöðuna enn vera svipaða. Barca er í fjárhagsvandræðum og er reiðubúið til að samþykkja kauptilboð en endanleg ákvörðun liggur hjá leikmanninum sjálfum.

De Jong er lykilmaður á miðju Barca og vill Xavi ólmur halda honum, en félagið gæti neyðst til að selja hann vilji hann skipta um félag.

Samkvæmt frétt Guardian er De Jong einbeittur að því að klára leiktíðina með Barcelona og tekur ákvörðun varðandi framtíðina að tímabili loknu.


Athugasemdir
banner
banner
banner