Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 04. mars 2023 11:56
Brynjar Ingi Erluson
Þorsteinn Aron á reynslu hjá Öster - Skoraði í fyrsta leik
Þorstein Aron Antonsson
Þorstein Aron Antonsson
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Þorsteinn Aron Antonsson, leikmaður Fulham á Englandi, er til reynslu hjá sænska B-deildarliðinu Öster þessa dagana en hann skoraði í fyrsta leik með liðinu.

Selfyssingurinn hélt út til Fulham fyrir þremur árum og hefur spilað með unglinga- og varaliðinu síðustu ár en á síðasta ári var hann lánaður til Stjörnunnar.

Hann spilaði ekki leik fyrir meistaraflokk félagsins og var því kallaður aftur til Fulham áður en hann var sendur á láni í uppeldisfélag sitt, Selfoss, þar sem hann spilaði 8 leiki í Lengjudeildinni.

Þessa dagana er hann til reynslu hjá Öster í B-deildinni í Svíþjóð en hann spilaði sinn fyrsta leik í gær í 1-1 jafntefli gegn Falkenberg og skoraði aðeins tíu mínútum eftir að hafa komið inná. Hann skoraði með góðum skalla eftir hornspyrnu.

„Ég hef verið hérna í nokkra daga og líst mjög vel á félagið og umgjörðina. Þetta virkar sem mjög notalegur staður,“ sagði Þorsteinn við Smålandsposten.

Þorsteinn, sem er 19 ára gamall miðvörður, á 14 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands og eitt mark.

Tveir Íslendingar eru á mála hjá Öster í dag en það eru þeir Alex Þór Hauksson og Rúnar Þór Sigurgeirsson. Srdjan Tufegdzic, fyrrum þjálfari KA og Grindavíkur, er þjálfari Öster.
Athugasemdir
banner
banner