Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 04. maí 2021 17:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið Man City og PSG: Mbappe á bekknum - Fimm breytingar
Mahrez byrjar
Mahrez byrjar
Mynd: Getty Images
Mbappe er á bekknum
Mbappe er á bekknum
Mynd: Getty Images
Manchester City og PSG mætast í seinni viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. City leiðir einvígið, 2-1, eftir sigur í París síðasta miðvikudag. PSG þarf að skora tvö mörk í kvöld til að eiga möguleika á því að fara áfram.

Leikurinn hefst klukkan 19:00 og er í beinni á Stöð 2 Sport 2.

Idrissa Gana Gueye tekur út leikbann í leiknum og Kylian Mbappe er að snúa til baka eftir meiðsli og byrjar á bekknum.

Pep Guardiola, stjóri City, gerir tvær breytingar frá fyrri leiknum. Oleksandr Zinchenko og Fernandinho koma inn í liðið fyrir þá Joao Cancelo og Rodri.

Mauricio Pochettino, stjóri PSG, gerir þrjár breytingar á sínu liði. Mauro Icardi og Ander Herrera koma inn fyrir Mbappe og Gueye og þá kemur Abdou Diallo inn fyrir Mitchel Bakker.

Man City: Ederson, Walker, Dias, Stones, Zinchenko, undogan, Fernandinho, De Bruyne, Foden, Mahrez, Bernardo.
(Steffen, Carson, Ake, Sterling, Jesus, Aguero, Laporte, Rodri, Torres, Mendy, Cancelo.)

PSG: Navas, Kimpembe, Marquinhos, Verratti, Paredes, Icardi, Neymar, Di Maria, Herrera, Diallo, Florenzi.
(Rico, Randriamamy, Kehrer, Mbappe, Rafinha, Danilo, Kean, Sarabia, Kurzawa, Draxler, Bakker, Dagba)
Athugasemdir
banner
banner
banner