Nkunku búinn að taka ákvörðun - Richarlison gæti snúð aftur til Everton - Rodrygo til Liverpool?
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
Viktor Jóns: Alltaf spurningin um að ná þessu fyrsta marki inn
„Ég hlakka til að sjá hverjir eru tilbúnir að hlaupa úr sér lungun og berjast fyrir KA."
Jón Þór: Erum 'on the road again'
Láki: Vorum alltof lengi í gang og vorum linir
Davíð Smári: Erum að koma nánast frá Grænlandi
Aldís Guðlaugs: Liðsandinn gæti ekki verið betri
„Hún er markmaður númer eitt á Íslandi í dag“
„Við eigum að skammast okkar“
Anna María: Kannski dagsform á liðum sem sker úr um leikina
Elísa Viðars: Mér fannst margt ekki alveg í lagi í okkar leik
Óli Kristjáns: Fer ekki í sögubækurnar sem einhver kampavínsfótbolti
Freyja Karín: Ákveðin drauma byrjun
Donni: Finnst við alltaf eiga séns og ég er stoltur af því
McAusland um páskafríið: Fjölskyldan miklu mikilvægari
Alli Jói: Ég bjóst ekki við að ÍR myndi vinna þennan leik
Aida Kardovic: Það er sorglegt að sjá okkur tapa fjórum leikjum í röð
   sun 04. maí 2025 22:10
Anton Freyr Jónsson
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Böddi löpp frábær í kvöld
Böddi löpp frábær í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

„Ég held að léttir sé bara akkúrat orðið. Þetta er búið að vera mjög þung byrjun og ekki sú byrjun sem við ætluðum okkur og þetta er búið að vera þungur mánuður ef maður á að vera alveg hreinskilinn þannig gífurlegur léttir að ná fram sigri og svona sigri líka." sagði Böðvar Böðvarsson eftir frábæran 3-0 sigur á Val á Kaplakrikavelli í kvöld og fyrstu sigur liðsins í sumar er komin í hús


Lestu um leikinn: FH 3 -  0 Valur

„Mér fannst við bara spila fyrir hvorn annan  og fannst við vera í mjög góðu synci bæði sóknarlega og varnarlega og vorum meðvitaðir um hvað aðilinn við hliðin á okkur ætlaði að gera hvort sem það var með boltann eða varnarlega og það verður allt miklu léttara, hjálparvörnin útum allan völl var geðveik, við vorum aldrei að láta menn líta ílla út og þegar menn eru allta tilbúnir í þetta þá eru töluvert léttara að ná fram úrslitum."

„Ég var öskrandi hérna seinustu fimmtán og eina sem við vorum að pæla í var að halda hreinu og við verðum að halda hreinu og mér fannst Valsararnir ekki fá neitt rosalega mikið af færum í dag, kannski 10 mínútna kafli sem þeir lágu aðeins á okkur sem er kannski eðlilegt í stöðunni 2 eða 3-0 en bara heilt yfir drullu sáttur."

„Þetta gefur okkur náttúrulega helling. Umtalið sem maður hefur orðið var við eins og enginn hafi sparkað í fótbolta áður fyrir þetta tímabil sem er alltaf leiðinlegt og mér fannst menn svara því ágætlega í dag en þetta er bara einn leikur og 22 eftir og ef við náum þessu sem stöðuleika þá er okkur allir vegir færir."

Böðvar Böðvarsson var frábær í dag og átti stóran þátt í þriðja markinu sem endanlega tryggði þetta fyrir Fimleikafélagið í kvöld. Böddi viðurkennir að hann hafi verið mjög þreyttur að leikslokum.

„Ég er mjög þreyttur, ég er búinn að vera með einhverja djöfulsins pest núna í einhverja viku eða tíu daga þannig ég var gjörsamlega búinn á því þarna á tímabili. Ég sagði við Heimi í hálfleik: „ég held að lungun séu að gefa sig" og hann spurði: „Lungun?" og þá vissi ég að ég þyrfti að klára þennan leik. Það var gott að ná að klára, það er 'deyja fyrir klúbbinn' alla daga, alltaf."



Athugasemdir
banner
banner