Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 04. júlí 2022 09:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Cecilía Rán gengin í raðir Bayern (Staðfest)
Mynd: FC Bayern
Bayern Munchen hefur fengið íslenska landsliðsmarkvörðinn Cecilíu Rán Rúnarsdóttur alfarið frá Everton. Frá þessu er greint á heimasíðu félagsins. Cecilía er átján ára gömul og var á láni hjá Bayern frá enska félaginu Everton fyrri hluta árs.

Cecilía hefur nú skrifað undir fjögurra ára samning við Bayern, samningur sem gildir út júní 2026.

„Ég er mjög þakklát fyrir að fá tækifæri til að vera hluti af jafn stóru félagi og Bayern er. Lengd samningsins sýnir trúna sem félagið hefur á mér og það gleður mig mjög," segir Cecilía í viðtali sem birt var á heimasíðu félagsins.

Cecilía er ein af þremur íslensku landsliðskonum hjá Bayern. Þær Glódís Perla Viggósdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eru einnig samningsbundnar félaginu.

Cecilía, sem verður nítján ára eftir þrjár vikur, er uppalin í Aftureldingu en skipti fimmtán ára gömul yfir í Fylki og varði mark liðsins í tvö tímabil áður en hún skipti yfir til Örebro í Svíþjóð þar sem hún var í eitt tímabil. Á miðju tímabili var greint frá skiptum hennar til Everton en hún kláraði tímabilið í Svíþjóð. Í kjölfarið var hún svo lánuð frá Everton til Bayern í Þýskalandi þar sem hún hefur verið undanfarið hálft ár.

„Ótrúlega lærdómsríkt, skemmtilegt, topp aðstaða og toppklúbbur og það hefur hjálpað ótrúlega að hafa haft Glódísi og Karólínu."

„Það kom fljótt upp að ég væri að fara til Bayern þannig maður var ekkert með miklar væntingar og vildi bara koma inn og sanna mig og fannst ég hafa gert það og svo bara þetta bara að njóta. Mæta á æfingar, æfa með bestu leikmönnum heims og njóta,"
sagði Cecilía við Fótbolta.net um veruna hjá Bayern til þessa.
Cecilía búin að ná sér af meiðslum - „15 sinnum skemmtilegra í marki núna"
Athugasemdir
banner
banner
banner