Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   mán 04. júlí 2022 21:59
Haraldur Örn Haraldsson
Venni Ólafs: Manni fannst ekkert jöfnunarmark vera á leiðinni
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Sigurvin Ólafsson aðstoðarþjálfari FH kom í viðtal eftir 1-1 jafntefli við Stjörnuna í kvöld þar sem Eiður Smári aðalþjálfari liðsins gaf ekki kost á sér. Stjarnan jafnaði leikinn á lokamínútum leiksins og það var mikil dramatík þar sem bæði lið hefðu geta tekið öll 3 stigin.


Lestu um leikinn: FH 1 -  1 Stjarnan

„Þegar maður er að vinna þegar það eru 5 eða 10 mínútur eftir þá auðvitað gengur maður svekktur af velli með aðeins 1 stig."

Leikurinn var ekki mikið fyrir augað á löngum köflum en það lifnaði þó við þessu í lokin.

„Fyrri hálfleikurinn var bara jafn og ekkert sérstaklega skemmtilegur. Ekkert sérstaklega vel spilað hvorki af okkar hálfu né þeirra en menn voru svona að þreifa á hvor öðrum og ná tökum á þessu. Við stigum aðeins upp í seinni hálfleik, ekki bara það að við náðum að skora þetta mark heldur vorum við miklu aggresívari og stígum ofar á þá í pressu og náum að halda þeim alveg í lás í svona 30-40 mínútur. Þannig manni fannst nú ekkert jöfnunarmark vera á leiðinni lengi vel en svo kom bara loka árás Stjörnunnar og því miður tókst þeim að jafna þá en okkur tókst ekki að refsa þegar þeir tóku sénsa."

Óskar Örn Hauksson leikmaður Stjörnunnar hefur verið orðaður við FH nýlega en Sigurvin segir að það sé lítið til í því.

„Nei það er allavega ekki á teikniborðinu hjá okkur akkúrat núna þannig ég reikna ekkert endilega með því. Maður er bara að spá í hvað gæti gerst hér og þar en þetta er ekki eitthvað sem við erum að vinna í."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan þar talar Sigurvin nánar um frammistöðu liðsins og leikmannamarkaðinn.


Athugasemdir
banner