Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   mán 04. júlí 2022 21:59
Haraldur Örn Haraldsson
Venni Ólafs: Manni fannst ekkert jöfnunarmark vera á leiðinni
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Sigurvin Ólafsson aðstoðarþjálfari FH kom í viðtal eftir 1-1 jafntefli við Stjörnuna í kvöld þar sem Eiður Smári aðalþjálfari liðsins gaf ekki kost á sér. Stjarnan jafnaði leikinn á lokamínútum leiksins og það var mikil dramatík þar sem bæði lið hefðu geta tekið öll 3 stigin.


Lestu um leikinn: FH 1 -  1 Stjarnan

„Þegar maður er að vinna þegar það eru 5 eða 10 mínútur eftir þá auðvitað gengur maður svekktur af velli með aðeins 1 stig."

Leikurinn var ekki mikið fyrir augað á löngum köflum en það lifnaði þó við þessu í lokin.

„Fyrri hálfleikurinn var bara jafn og ekkert sérstaklega skemmtilegur. Ekkert sérstaklega vel spilað hvorki af okkar hálfu né þeirra en menn voru svona að þreifa á hvor öðrum og ná tökum á þessu. Við stigum aðeins upp í seinni hálfleik, ekki bara það að við náðum að skora þetta mark heldur vorum við miklu aggresívari og stígum ofar á þá í pressu og náum að halda þeim alveg í lás í svona 30-40 mínútur. Þannig manni fannst nú ekkert jöfnunarmark vera á leiðinni lengi vel en svo kom bara loka árás Stjörnunnar og því miður tókst þeim að jafna þá en okkur tókst ekki að refsa þegar þeir tóku sénsa."

Óskar Örn Hauksson leikmaður Stjörnunnar hefur verið orðaður við FH nýlega en Sigurvin segir að það sé lítið til í því.

„Nei það er allavega ekki á teikniborðinu hjá okkur akkúrat núna þannig ég reikna ekkert endilega með því. Maður er bara að spá í hvað gæti gerst hér og þar en þetta er ekki eitthvað sem við erum að vinna í."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan þar talar Sigurvin nánar um frammistöðu liðsins og leikmannamarkaðinn.


Athugasemdir
banner