Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
   mán 04. júlí 2022 21:59
Haraldur Örn Haraldsson
Venni Ólafs: Manni fannst ekkert jöfnunarmark vera á leiðinni
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Sigurvin Ólafsson aðstoðarþjálfari FH kom í viðtal eftir 1-1 jafntefli við Stjörnuna í kvöld þar sem Eiður Smári aðalþjálfari liðsins gaf ekki kost á sér. Stjarnan jafnaði leikinn á lokamínútum leiksins og það var mikil dramatík þar sem bæði lið hefðu geta tekið öll 3 stigin.


Lestu um leikinn: FH 1 -  1 Stjarnan

„Þegar maður er að vinna þegar það eru 5 eða 10 mínútur eftir þá auðvitað gengur maður svekktur af velli með aðeins 1 stig."

Leikurinn var ekki mikið fyrir augað á löngum köflum en það lifnaði þó við þessu í lokin.

„Fyrri hálfleikurinn var bara jafn og ekkert sérstaklega skemmtilegur. Ekkert sérstaklega vel spilað hvorki af okkar hálfu né þeirra en menn voru svona að þreifa á hvor öðrum og ná tökum á þessu. Við stigum aðeins upp í seinni hálfleik, ekki bara það að við náðum að skora þetta mark heldur vorum við miklu aggresívari og stígum ofar á þá í pressu og náum að halda þeim alveg í lás í svona 30-40 mínútur. Þannig manni fannst nú ekkert jöfnunarmark vera á leiðinni lengi vel en svo kom bara loka árás Stjörnunnar og því miður tókst þeim að jafna þá en okkur tókst ekki að refsa þegar þeir tóku sénsa."

Óskar Örn Hauksson leikmaður Stjörnunnar hefur verið orðaður við FH nýlega en Sigurvin segir að það sé lítið til í því.

„Nei það er allavega ekki á teikniborðinu hjá okkur akkúrat núna þannig ég reikna ekkert endilega með því. Maður er bara að spá í hvað gæti gerst hér og þar en þetta er ekki eitthvað sem við erum að vinna í."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan þar talar Sigurvin nánar um frammistöðu liðsins og leikmannamarkaðinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner