Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   mán 04. júlí 2022 21:59
Haraldur Örn Haraldsson
Venni Ólafs: Manni fannst ekkert jöfnunarmark vera á leiðinni
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Sigurvin Ólafsson aðstoðarþjálfari FH kom í viðtal eftir 1-1 jafntefli við Stjörnuna í kvöld þar sem Eiður Smári aðalþjálfari liðsins gaf ekki kost á sér. Stjarnan jafnaði leikinn á lokamínútum leiksins og það var mikil dramatík þar sem bæði lið hefðu geta tekið öll 3 stigin.


Lestu um leikinn: FH 1 -  1 Stjarnan

„Þegar maður er að vinna þegar það eru 5 eða 10 mínútur eftir þá auðvitað gengur maður svekktur af velli með aðeins 1 stig."

Leikurinn var ekki mikið fyrir augað á löngum köflum en það lifnaði þó við þessu í lokin.

„Fyrri hálfleikurinn var bara jafn og ekkert sérstaklega skemmtilegur. Ekkert sérstaklega vel spilað hvorki af okkar hálfu né þeirra en menn voru svona að þreifa á hvor öðrum og ná tökum á þessu. Við stigum aðeins upp í seinni hálfleik, ekki bara það að við náðum að skora þetta mark heldur vorum við miklu aggresívari og stígum ofar á þá í pressu og náum að halda þeim alveg í lás í svona 30-40 mínútur. Þannig manni fannst nú ekkert jöfnunarmark vera á leiðinni lengi vel en svo kom bara loka árás Stjörnunnar og því miður tókst þeim að jafna þá en okkur tókst ekki að refsa þegar þeir tóku sénsa."

Óskar Örn Hauksson leikmaður Stjörnunnar hefur verið orðaður við FH nýlega en Sigurvin segir að það sé lítið til í því.

„Nei það er allavega ekki á teikniborðinu hjá okkur akkúrat núna þannig ég reikna ekkert endilega með því. Maður er bara að spá í hvað gæti gerst hér og þar en þetta er ekki eitthvað sem við erum að vinna í."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan þar talar Sigurvin nánar um frammistöðu liðsins og leikmannamarkaðinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner