Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fim 04. júlí 2024 17:00
Elvar Geir Magnússon
Mitchell ráðinn til Newcastle eftir brotthvarf Ashworth
Paul Mitchell er tekinn til starfa hjá Newcastle.
Paul Mitchell er tekinn til starfa hjá Newcastle.
Mynd: Getty Images
Newcastle United hefur ráðið yfirmann fótboltamála sem tekur við starfinu af Dan Ashworth sem hætti til að taka til starfa hjá Manchester United.

Newcastle hefur ráðið Paul Mitchell sem var yfirmaður fótboltamála hjá Mónakó en áður starfaði hann fyrir RB Leipzig, Tottenham og Southampton.

Mitchell er mikill sérfræðingur í styrkingu leikmannahópa og mun starf hans að miklu leyti snúast að leikmannakaupum. Hann mun ekki hafa eins breitt starfshlutverk og Ashworth hafði.

Eins og fleiri félög á Englandi hefur Newcastle verið að vinna í því að halda sig innan ákveðins ramma til að brjóta ekki strangar fjárhagsreglur um hagnað og sjálfbærni.
Athugasemdir
banner
banner
banner