Antony vill ekki yfirgefa Man Utd - Bakvörður Sevilla á blaði Man Utd - Newcastle ætlar að halda Trippier
   fös 04. ágúst 2023 14:00
Elvar Geir Magnússon
Vanalegt að þjálfarinn sofi hjá leikmönnum
Bruce Mwape.
Bruce Mwape.
Mynd: Getty Images
Alþjóða fótboltasambandið FIFA er að rannsaka hegðun þjálfara kvennalandsliðs Sambíu, Bruce Mwape.

Sambía var með á HM kvenna í Ástralíu og Nýja-Sjálandi en liðið er farið heim þar sem það komst ekki upp úr riðli sínum.

Mwape er sakaður um kynferðislega áreitni á æfingu liðsins, þegar hann strauk höndunum um brjóst leikmanns síns.

Mwape hefur verið þjálfari kvennalandsliðs Sambíu síðan 2018 en í fyrra var hann einnig sakaður um kynferðislega áreitni en þær ásakanir komu fram á samfélagsmiðlum.

Þá hefur Guardian eftir leikmanni liðsins, sem ekki vildi koma fram undir nafni, að ef Mwape vilji sofa hjá einhverjum leikmanni þá verði að segja já. Leikmönnum sé hótað til að þær segi ekki frá því sem er í gangi.

„Það er talið eðlilegt að þjálfarinn sofi hjá leikmönnum í okkar liði," sagði leikmaðurinn.

FIFA hefur staðfest að kvörtun hafi borist vegna framgöngu Mwape en fótboltasamband Sambíu segir að ekkert hafi komið inn á borð þess.
Athugasemdir
banner
banner