Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   sun 04. ágúst 2024 12:36
Sölvi Haraldsson
Simons í RB Leipzig - ‚Here we go!‘
Mynd: Getty Images

Xavi Simons er nýr leikmaður þýska félagsins RB Leipzig en frá þessu greinir ítalski íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano sem hefur sett sinn víðfræga ‚Here we go!‘ stimpil á félagskiptin.


Simons er leikmaður PSG og kemur upp úr unglingastarfinu þar. Hann hefur oftar en ekki leikið hjá öðrum liðum á láni en núna fer hann alveg yfir til RB Leipzig. Engin lánsamningur og ekki einu sinni söluákvæði í samningnum hans. 

Hollendingurinn lék með Leipzig á láni í fyrra. Hann tók þátt í 43 leikjum og skoraði í þeim 10 mörk í öllum keppnum. 

Á evrópumótinu í Þýskalandi í sumar var hann lykillmaður fyrir hollenska landsliðið sem tapaði 2-1 fyrir englendingum í undanúrslitunum. Simons byrjaði 5 leiki á mótinu, skoraði eitt mark og lagði upp þrjú mörk.

Simons spilar ofarlega á vellinum og þekktur fyrir knattrakið sitt og sinn hraða á boltanum. Hann býr yfir gífurlegri tækni og leitar mikið með boltann inn á völlinn. Hann varð 21 árs á þessu ári en Romano greinir frá því að hann fari í læknisskoðun hjá Leipzig snemma í næstu viku.

Nokkur lið í ensku úrvalsdeildinni sýndu áhuga á Xavi en þau voru of sein. Xavi er á leiðinni til Leipzig á ný.


Athugasemdir
banner
banner
banner