Xavi Simons er nýr leikmaður þýska félagsins RB Leipzig en frá þessu greinir ítalski íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano sem hefur sett sinn víðfræga ‚Here we go!‘ stimpil á félagskiptin.
Simons er leikmaður PSG og kemur upp úr unglingastarfinu þar. Hann hefur oftar en ekki leikið hjá öðrum liðum á láni en núna fer hann alveg yfir til RB Leipzig. Engin lánsamningur og ekki einu sinni söluákvæði í samningnum hans.
Hollendingurinn lék með Leipzig á láni í fyrra. Hann tók þátt í 43 leikjum og skoraði í þeim 10 mörk í öllum keppnum.
Á evrópumótinu í Þýskalandi í sumar var hann lykillmaður fyrir hollenska landsliðið sem tapaði 2-1 fyrir englendingum í undanúrslitunum. Simons byrjaði 5 leiki á mótinu, skoraði eitt mark og lagði upp þrjú mörk.
Simons spilar ofarlega á vellinum og þekktur fyrir knattrakið sitt og sinn hraða á boltanum. Hann býr yfir gífurlegri tækni og leitar mikið með boltann inn á völlinn. Hann varð 21 árs á þessu ári en Romano greinir frá því að hann fari í læknisskoðun hjá Leipzig snemma í næstu viku.
Nokkur lið í ensku úrvalsdeildinni sýndu áhuga á Xavi en þau voru of sein. Xavi er á leiðinni til Leipzig á ný.
?????????? Xavi Simons to RB Leipzig from PSG, here we go! Medical booked early next week for Xavi.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 4, 2024
Simons has also informed Bayern in the recent hours, he’s returning to Leipzig… despite Premier League clubs late calls.
As revealed in April, it will be loan move. NO buy clause. pic.twitter.com/kjZKk8GDw0