sun 04. september 2022 18:15
Brynjar Ingi Erluson
Danmörk: Alfreð þreytti frumraun sína - Elías aftur í baráttu við Lössl
Alfreð spilaði í tapi Lyngby
Alfreð spilaði í tapi Lyngby
Mynd: Heimasíða Lyngby
Elías Rafn Ólafsson er kominn á bekkinn hjá Midtjylland
Elías Rafn Ólafsson er kominn á bekkinn hjá Midtjylland
Mynd: Getty Images
Íslenski landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason þreytti frumraun sína með danska úrvalsdeildarliðinu Lyngby í 2-0 tapi liðsins fyrir Randers í dag.

Alfreð skrifaði undir eins árs samning við Lyngby á dögunum en hann kom á frjálsri sölu.

Hann lék svo fyrstu mínútur sínar með liðinu í dag er hann kom inná á 64. mínútu.

Freyr Alexandersson er þjálfari Lyngby en liðið er áfram á botninum með 2 stig.

Aron Elís Þrándarson kom inná sem varamaður á 64. mínútu er OB tapaði fyrir Viborg, 2-1. OB er í næst neðsta sæti með 7 stig eftir átta umferðir.

Elías Rafn aftur kominn í baráttu við Jonas Lössl

Elías Rafn Ólafsson hefur verið aðalmarkvörður Midtjylland á þessu tímabili.

Hann vann baráttuna við Jonas Lössl fyrr á árinu en sá var lánaður til Brentford seinni hluta síðasta tímabils á Englandi. Það stóð ekki til að hann myndi snúa aftur og reyndi hann að finna sér lið á Englandi í sumar en það gekk ekki eftir.

Lössl snéri því til Midtjylland eftir lánið og stóð í markinu í kvöld í 2-0 tapi liðsins fyrir Álaborg. Elías Rafn var á bekknum og munu þeir því halda áfram að berjast um markvarðarstöðuna á þessu tímabili.

Aron Sigurðarson var í byrjunarliði Horsens sem tapaði fyrir Bröndby, 2-0. Aron fór af veli undir lok leiks. Horsens er í 7. sæti með 11 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner