Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
banner
   mið 04. september 2024 22:04
Brynjar Ingi Erluson
Eggert Aron: Ég sé ekki eftir neinu
Icelandair
Eggert Aron var hress á æfingu íslenska liðsins
Eggert Aron var hress á æfingu íslenska liðsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er mjög spennandi verkefni og förum í báða leikina mjög sigurvissir og ætlum að sýna góða frammistöðu í báðum leikjum og þá vonandi koma úrslitin,“ sagði Eggert Aron Guðmundsson, leikmaður Elfsborg og U21 árs landsliðsins, í viðtali við Fótbolta.net, en tveir mikilvægir leikir eru framundan í undankeppni Evrópumótsins.

Íslenska liðið er enn í góðum séns á að komast á lokamótið, en liðið gerði sér erfiðara fyrir með því að tapa síðustu tveimur leikjum sínum gegn Tékklandi og Wales.

Eins og staðan er núna er Ísland í 3. sæti með 6 stig en á tvo leiki til góða á Wales sem er í öðru sætinu með 11 stig. Danir eru á toppnum með jafnmörg stig, en Ísland á aðeins einn leik til góða á þá.

Á föstudag mætast Ísland og Danmörk klukkan 15:00 á Víkingsvellinum og síðan er það Wales á þriðjudag.

„Þessi riðill er búinn að spilast svolítið skringilega en þetta er allt í okkar höndum ennþá þannig við ætlum að spila vel og fá úrslit.“

„Þetta eru hörku mótherjar en ég hef fulla trú á okkar liði. Við erum með hörkulið og getur allt gerst í þessu,“
sagði Eggert við Fótbolta.net.

Ólafur Ingi Skúlason er nýr þjálfari U21 árs landsliðsins, en Eggert þekkir vel til Ólafs sem þjálfaði hann í sterka U19 ára landsliðinu sem fór á EM á síðasta ári.

„Við erum helvíti góðir og hann veit alveg hvað hann er að gera í þessu. Hópurinn er svipaður og ekkert að fara breytast, bara áfram gakk. Góðar breytingar vonandi.“

„Davíð gerði frábæra hluti og Óli kemur mjög vel inn í þetta. Ég þekki hann vel og margir aðrir hérna og hann mun gera góða hluti held ég.“


Eggert er að spila með Elfsborg í Svíþjóð en hann kom til félagsins í byrjun árs. Meiðsli settu strik í reikninginn í byrjun tímabils, en hann hefur verið að spila minna en margir áttu von á. Hann sér þó ekki eftir neinu.

„Neinei, ekkert svekktur. Þetta er skiljanlegt og við erum með hörkulið. Við erum að fara í Evrópudeildina núna og erum heitasta liðið í Svíþjóð. Hörkulið og góð samkeppni,“ sagði Eggert, sem hefur ekki verið að hugsa sér til hreyfings þrátt fyrir fáar mínútur.

„Nei. Við erum með marga leikmenn í öllum stöðum, mikil samkeppni í öllum stöðum og frábær samkeppni. Góður hópur sem er að gera vel. Framundan er Evrópukeppni sem er mikill plús og ekki bjóst ég við að spila á útivelli á móti Tottenham. Ég sé ekki eftir neinu,“ sagði Eggert enn fremur en allt viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner