Slot opinn fyrir sölu á markvörðum - Isak efstur á lista Arsenal - Meint risatilboð í Yamal - Guler og Charles til Arsenal? - Thuram og Marmoush til...
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
Andri Lucas: Geggjuð upplifun fyrir mig og mína fjölskyldu
   mið 04. september 2024 22:04
Brynjar Ingi Erluson
Eggert Aron: Ég sé ekki eftir neinu
Icelandair
Eggert Aron var hress á æfingu íslenska liðsins
Eggert Aron var hress á æfingu íslenska liðsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er mjög spennandi verkefni og förum í báða leikina mjög sigurvissir og ætlum að sýna góða frammistöðu í báðum leikjum og þá vonandi koma úrslitin,“ sagði Eggert Aron Guðmundsson, leikmaður Elfsborg og U21 árs landsliðsins, í viðtali við Fótbolta.net, en tveir mikilvægir leikir eru framundan í undankeppni Evrópumótsins.

Íslenska liðið er enn í góðum séns á að komast á lokamótið, en liðið gerði sér erfiðara fyrir með því að tapa síðustu tveimur leikjum sínum gegn Tékklandi og Wales.

Eins og staðan er núna er Ísland í 3. sæti með 6 stig en á tvo leiki til góða á Wales sem er í öðru sætinu með 11 stig. Danir eru á toppnum með jafnmörg stig, en Ísland á aðeins einn leik til góða á þá.

Á föstudag mætast Ísland og Danmörk klukkan 15:00 á Víkingsvellinum og síðan er það Wales á þriðjudag.

„Þessi riðill er búinn að spilast svolítið skringilega en þetta er allt í okkar höndum ennþá þannig við ætlum að spila vel og fá úrslit.“

„Þetta eru hörku mótherjar en ég hef fulla trú á okkar liði. Við erum með hörkulið og getur allt gerst í þessu,“
sagði Eggert við Fótbolta.net.

Ólafur Ingi Skúlason er nýr þjálfari U21 árs landsliðsins, en Eggert þekkir vel til Ólafs sem þjálfaði hann í sterka U19 ára landsliðinu sem fór á EM á síðasta ári.

„Við erum helvíti góðir og hann veit alveg hvað hann er að gera í þessu. Hópurinn er svipaður og ekkert að fara breytast, bara áfram gakk. Góðar breytingar vonandi.“

„Davíð gerði frábæra hluti og Óli kemur mjög vel inn í þetta. Ég þekki hann vel og margir aðrir hérna og hann mun gera góða hluti held ég.“


Eggert er að spila með Elfsborg í Svíþjóð en hann kom til félagsins í byrjun árs. Meiðsli settu strik í reikninginn í byrjun tímabils, en hann hefur verið að spila minna en margir áttu von á. Hann sér þó ekki eftir neinu.

„Neinei, ekkert svekktur. Þetta er skiljanlegt og við erum með hörkulið. Við erum að fara í Evrópudeildina núna og erum heitasta liðið í Svíþjóð. Hörkulið og góð samkeppni,“ sagði Eggert, sem hefur ekki verið að hugsa sér til hreyfings þrátt fyrir fáar mínútur.

„Nei. Við erum með marga leikmenn í öllum stöðum, mikil samkeppni í öllum stöðum og frábær samkeppni. Góður hópur sem er að gera vel. Framundan er Evrópukeppni sem er mikill plús og ekki bjóst ég við að spila á útivelli á móti Tottenham. Ég sé ekki eftir neinu,“ sagði Eggert enn fremur en allt viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner