Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   mið 04. september 2024 22:04
Brynjar Ingi Erluson
Eggert Aron: Ég sé ekki eftir neinu
Icelandair
Eggert Aron var hress á æfingu íslenska liðsins
Eggert Aron var hress á æfingu íslenska liðsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er mjög spennandi verkefni og förum í báða leikina mjög sigurvissir og ætlum að sýna góða frammistöðu í báðum leikjum og þá vonandi koma úrslitin,“ sagði Eggert Aron Guðmundsson, leikmaður Elfsborg og U21 árs landsliðsins, í viðtali við Fótbolta.net, en tveir mikilvægir leikir eru framundan í undankeppni Evrópumótsins.

Íslenska liðið er enn í góðum séns á að komast á lokamótið, en liðið gerði sér erfiðara fyrir með því að tapa síðustu tveimur leikjum sínum gegn Tékklandi og Wales.

Eins og staðan er núna er Ísland í 3. sæti með 6 stig en á tvo leiki til góða á Wales sem er í öðru sætinu með 11 stig. Danir eru á toppnum með jafnmörg stig, en Ísland á aðeins einn leik til góða á þá.

Á föstudag mætast Ísland og Danmörk klukkan 15:00 á Víkingsvellinum og síðan er það Wales á þriðjudag.

„Þessi riðill er búinn að spilast svolítið skringilega en þetta er allt í okkar höndum ennþá þannig við ætlum að spila vel og fá úrslit.“

„Þetta eru hörku mótherjar en ég hef fulla trú á okkar liði. Við erum með hörkulið og getur allt gerst í þessu,“
sagði Eggert við Fótbolta.net.

Ólafur Ingi Skúlason er nýr þjálfari U21 árs landsliðsins, en Eggert þekkir vel til Ólafs sem þjálfaði hann í sterka U19 ára landsliðinu sem fór á EM á síðasta ári.

„Við erum helvíti góðir og hann veit alveg hvað hann er að gera í þessu. Hópurinn er svipaður og ekkert að fara breytast, bara áfram gakk. Góðar breytingar vonandi.“

„Davíð gerði frábæra hluti og Óli kemur mjög vel inn í þetta. Ég þekki hann vel og margir aðrir hérna og hann mun gera góða hluti held ég.“


Eggert er að spila með Elfsborg í Svíþjóð en hann kom til félagsins í byrjun árs. Meiðsli settu strik í reikninginn í byrjun tímabils, en hann hefur verið að spila minna en margir áttu von á. Hann sér þó ekki eftir neinu.

„Neinei, ekkert svekktur. Þetta er skiljanlegt og við erum með hörkulið. Við erum að fara í Evrópudeildina núna og erum heitasta liðið í Svíþjóð. Hörkulið og góð samkeppni,“ sagði Eggert, sem hefur ekki verið að hugsa sér til hreyfings þrátt fyrir fáar mínútur.

„Nei. Við erum með marga leikmenn í öllum stöðum, mikil samkeppni í öllum stöðum og frábær samkeppni. Góður hópur sem er að gera vel. Framundan er Evrópukeppni sem er mikill plús og ekki bjóst ég við að spila á útivelli á móti Tottenham. Ég sé ekki eftir neinu,“ sagði Eggert enn fremur en allt viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir