Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   mið 04. september 2024 22:04
Brynjar Ingi Erluson
Eggert Aron: Ég sé ekki eftir neinu
Icelandair
Eggert Aron var hress á æfingu íslenska liðsins
Eggert Aron var hress á æfingu íslenska liðsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er mjög spennandi verkefni og förum í báða leikina mjög sigurvissir og ætlum að sýna góða frammistöðu í báðum leikjum og þá vonandi koma úrslitin,“ sagði Eggert Aron Guðmundsson, leikmaður Elfsborg og U21 árs landsliðsins, í viðtali við Fótbolta.net, en tveir mikilvægir leikir eru framundan í undankeppni Evrópumótsins.

Íslenska liðið er enn í góðum séns á að komast á lokamótið, en liðið gerði sér erfiðara fyrir með því að tapa síðustu tveimur leikjum sínum gegn Tékklandi og Wales.

Eins og staðan er núna er Ísland í 3. sæti með 6 stig en á tvo leiki til góða á Wales sem er í öðru sætinu með 11 stig. Danir eru á toppnum með jafnmörg stig, en Ísland á aðeins einn leik til góða á þá.

Á föstudag mætast Ísland og Danmörk klukkan 15:00 á Víkingsvellinum og síðan er það Wales á þriðjudag.

„Þessi riðill er búinn að spilast svolítið skringilega en þetta er allt í okkar höndum ennþá þannig við ætlum að spila vel og fá úrslit.“

„Þetta eru hörku mótherjar en ég hef fulla trú á okkar liði. Við erum með hörkulið og getur allt gerst í þessu,“
sagði Eggert við Fótbolta.net.

Ólafur Ingi Skúlason er nýr þjálfari U21 árs landsliðsins, en Eggert þekkir vel til Ólafs sem þjálfaði hann í sterka U19 ára landsliðinu sem fór á EM á síðasta ári.

„Við erum helvíti góðir og hann veit alveg hvað hann er að gera í þessu. Hópurinn er svipaður og ekkert að fara breytast, bara áfram gakk. Góðar breytingar vonandi.“

„Davíð gerði frábæra hluti og Óli kemur mjög vel inn í þetta. Ég þekki hann vel og margir aðrir hérna og hann mun gera góða hluti held ég.“


Eggert er að spila með Elfsborg í Svíþjóð en hann kom til félagsins í byrjun árs. Meiðsli settu strik í reikninginn í byrjun tímabils, en hann hefur verið að spila minna en margir áttu von á. Hann sér þó ekki eftir neinu.

„Neinei, ekkert svekktur. Þetta er skiljanlegt og við erum með hörkulið. Við erum að fara í Evrópudeildina núna og erum heitasta liðið í Svíþjóð. Hörkulið og góð samkeppni,“ sagði Eggert, sem hefur ekki verið að hugsa sér til hreyfings þrátt fyrir fáar mínútur.

„Nei. Við erum með marga leikmenn í öllum stöðum, mikil samkeppni í öllum stöðum og frábær samkeppni. Góður hópur sem er að gera vel. Framundan er Evrópukeppni sem er mikill plús og ekki bjóst ég við að spila á útivelli á móti Tottenham. Ég sé ekki eftir neinu,“ sagði Eggert enn fremur en allt viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner