William Saliba, Cristian Romero, Lamine Yamal og fleiri koma við sögu í pakkanum
banner
   mið 04. september 2024 11:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gönguferð í garðinum hjá Valskonum í fyrri hálfleik
Valskonur eru að leika á als oddi.
Valskonur eru að leika á als oddi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er óhætt að fullyrða að Valur muni leika úrslitaleik um sæti í næstu umferð forkeppni Meistaradeildarinnar.

Það er búið að flauta til hálfleiks í Hollandi þar sem Valskonur eru að spila gegn Ljuboten frá Norður-Makedóníu.

Íslands- og bikarmeistararnir voru komnir í 4-0 eftir aðeins 20 mínútur en Jasmín Erla Ingadóttir, Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir, Natasha Anasi og Berglind Rós Ágústsdóttir gerðu mörkin.

Þá bætti Anna Rakel Pétursdóttir við fimmta markinu þegar 35 mínútur voru búnar.

Það er búið að flauta til hálfleiks og er staðan 5-0 fyrir Val.

Seinna í dag mætast Twente frá Hollandi og Cardiff frá Wales. Sigurliðið þar kemur til með að mæta Val í úrslitaleik um það að komast á næsta stig forkeppninnar.

Amanda Andradóttir, fyrrum leikmaður Vals, er á mála hjá Twente.
Athugasemdir
banner
banner
banner