Kevin De Bruyne fyrirliði belgíska landsliðsins hefur beðið um frí frá landsliðinu til að geta stýrt leikjaálaginu betur. De Bruyne er 33 ára og hefur misst af fjórum síðustu leikjum City vegna meiðsla í læri sem hann hlaut í markalausum leik gegn Inter í Meistaradeildinni.
De Bruyne stefnir á að snúa aftur út á völlinn um miðjan október og þegar var ljóst að hann yrði ekki með Belgíu í októberglugganum. Hann hefur beðið um að vera einnig fjarverandi í nóvemberglugganum.
De Bruyne stefnir á að snúa aftur út á völlinn um miðjan október og þegar var ljóst að hann yrði ekki með Belgíu í októberglugganum. Hann hefur beðið um að vera einnig fjarverandi í nóvemberglugganum.
„Ég átti langt spjall við Kevin. Hann vill ná betri tökum á skrokknum á sér. Leikjaálagið er orðið enn meira hjá félögum með innkomu HM félagsliða," segir Domenico Tedesco en Þjóðadeildin heldur áfram í komandi gluggum. De Bruyne er ekki með í huga að hætta alfarið með landsliðinu.
„Hann hefur mikinn metnað fyrir því að spila áfram fyrir þjóð sína og spila með okkur á HM 2026."
Rodri, liðsfélagi D Bruyne, sagði í september að leikmenn væru nálægt því að fara í verkfall til að mótmæla auknu leikjaálagi.
Athugasemdir