Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fös 31. maí 2024 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Atvinnumenn gætu farið í verkfall útaf leikjaálagi
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Leikmannasamtök atvinnumanna í fótbolta eru búin að vara Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, við að fótboltamenn gætu verið á leið í verkfall.

Bestu atvinnumennirnir í fótbolta eru í allra hæsta launaflokki sem fyrirfinnst í heiminum en þeir eru ósáttir með gríðarlegt leikjaálag, þar sem margir leikmenn þurfa að spila yfir 60 keppnisleiki á einni leiktíð. Þegar landsleikir eru taldir með getur þessi tala hækkað umtalsvert.

Maheta Molango, framkvæmdastjóri Leikmannasamtakanna, telur að leikmenn séu komnir með nóg af alltof miklu leikjaálagi. Þeir eru ekki sáttir með hvert fótboltinn stefnir, sérstaklega eftir tilkynningu FIFA um breytingu á fyrirkomulagi HM félagsliða.

Nýtt HM fer fram næsta sumar og mun innihalda 32 félagslið. Í staðinn fyrir að spila æfingaleiki á undirbúningstímabilinu munu þessi lið spila keppnisleiki á HM.

„Leikmenn eru tilbúnir til að fara í verkfall. Þeir eru kannski milljónamæringar en til hvers að eiga svona mikinn pening þegar þú hefur ekki tíma til að nota hann eða til að njóta hans," segir Molango meðal annars.

„Þetta var ekki einu sinni verkalýðshreyfingin sem vakti athygli á þessu vandamáli, heldur þjálfarar eins og Jürgen Klopp og Pep Guardiola. Leikmenn eru komnir að þolmörkum."
Athugasemdir
banner
banner
banner