PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
   fös 04. október 2024 23:43
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Óttar Magnús spilaði þegar Spal komst aftur á sigurbraut
Mynd: SPAL

Óttar Magnús Karlsson var í byrjunarliði Spal þegar liðið heimsótti Rimini í C-deild á Ítalíu í kvöld.


Eina mark leiksins kom undir lok fyrri hálfleiks í sigri Spal. Óttar Magnús spilaði rúman klukkutíma en liðið komst aftur á sigurbraut eftir tvö töp í röð.

Liðið er með sjö stig eftir átta umferðir í 12. sæti.

Stefan Ljubicic kom inn á sem varamaður þegar Skovde steinlá 4-1 gegn Landskrona. Skovde er á botninum í næst efstu deild í Svíþjóð með 22 stig eftir 26 leiki.

Rúnar Þór Sigurgeirsson sat allan tímann á bekknum þegar Willem II vann 1-0 gegn Almere City í efstu deild í Hollandi. Willem II er með 11 stig í 5. sæti eftir átta umferðir. Helgi Fróði Ingason sat á bekknum þegar Helmond gerði jafntefli gegn varaliði Ajax í næst efstu deild. Helmond er í 2. sæti með 18 stig eftir níu umferðir.

Álaborg gerði 2-2 jafntefli geegn Vejle í efstu deild í Danmörku. Nóel Atli Arnórsson, leikmaður Álaborgar, er á meiðslalistanum. Liðið er í 8. sæti með 13 stig eftir 11 umferðir. Breki Baldursson var á bekknum þegar Esbjerg vann 4-0 gegn B.93 í næst efstu deild. Liðið er í 3. sæti með 22 stig eftir 12 umferðir.


Athugasemdir
banner