Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
   þri 04. nóvember 2025 14:56
Elvar Geir Magnússon
Ronaldo segir United ekki á góðum stað - „Amorim getur ekki framkvæmt kraftaverk“
Ronaldo í viðtalinu við Piers Morgan.
Ronaldo í viðtalinu við Piers Morgan.
Mynd: Piers Morgan Uncensored
Ronaldo vann fjölda titla með United.
Ronaldo vann fjölda titla með United.
Mynd: EPA
Cristiano Ronaldo segir að Manchester United sé illa skipulagt og Rúben Amorim geti ekki framkvæmt kraftaverk hjá félaginu. Hann segir að það geri sig dapran að sjá stöðuna á United og að félagið sé ekki á góðum stað.

„Amorim er að gera sitt besta en hvað á hann að gera? Framkvæma kraftaverk? United er með góða leikmenn en sumir af þeim passa ekki inn," segir Ronaldo.

„Ég verð dapur að horfa á þetta. Þetta er eitt mikilvægasta félag heims og á sér enn stað í hjarta mínu. Manchester United vantar allt skipulag í dag. Ég vona að það breytist í framtíðinni."

Ronaldo hefur gagnrýnt Manchester United opinberlega í nokkurn tíma og var nú í viðtali hjá vini sínum, hinum umdeilda Piers Morgan.

„Ég var svo lengi hjá félaginu, vann Meistaradeildina og gullboltann. Ég vann fullt af titlum þar. Manchester United er enn í hjarta mínu. Ég elska félagið en við þurfum að vera hreinskilin. Félagið er ekki á góðum stað og það þarf að breyta hlutum, það snýr ekki bara að stjóranum og leikmönnunum," segir Ronaldo.


Athugasemdir
banner
banner