Hlusta á tilboð í Mateta næsta sumar - Mainoo efstur á óskalista Napoli - Ungur Þjóðverji á blaði hjá Liverpool og Man Utd
banner
   fim 04. desember 2025 15:16
Elvar Geir Magnússon
Eftirsóttur Kristall í liði mánaðarins
Kristall Máni hefur spilað vel með SönderjyskE.
Kristall Máni hefur spilað vel með SönderjyskE.
Mynd: Sønderjyske
Kristall Máni Ingason, leikmaður SönderjyskE, hefur verið að spila fantavel og var hann valinn í úrvalslið mánaðarins í dönsku úrvalsdeildinni.

Kristall hefur verið einn af aðalmönnum SönderjyskE á tímabilinu, en hann hefur skorað sjö mörk og gefið þrjár stoðsendingar í sextán leikjum í deild- og bikar.

Sóknarmaðurinn er farinn að vekja áhuga fjölda liða í Belgíu, Hollandi og Þýskalandi, og er talið að það muni eitthvað gerast í hans málum á næstunni.

SönderjyskE er í fimmta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar en Kristall hefur verið hjá félaginu síðan 2023.


Athugasemdir
banner