Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 05. janúar 2020 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Man Utd ætlar að bjóða pening og Lingard fyrir Maddison
James Maddison er eftirsóttur
James Maddison er eftirsóttur
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United ætlar að bjóða 45 milljónir punda og Jesse Lingard í skiptum fyrir James Maddison, leikmann Leicester en þetta kemur fram í Daily Mail í dag.

Maddison er einn heitasti sóknartengiliður ensku úrvalsdeildarinnar en hann hefur skorað 9 mörk og lagt upp 3 í 23 leikjum á tímabilinu.

Hann er eftirsóttur af stærstu félögum Englands en Manchester United ætlar að gera atlögu að honum á næstu vikum.

Samkvæmt Daily Mail þá er Man Utd tilbúið að bjóða 45 milljónir punda og senda Jesse Lingard til Leicester til að landa Maddison í sumar.

Lingard hefur verið afar slakur á þessu tímabili en hann hefur aðeins skorað 1 mark í 26 leikjum. Það mark kom í Evrópudeildinni en árið 2019 tókst honum ekki að skora né leggja upp mark í ensku úrvalsdeildinni með liðinu.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man Utd, vill ólmur fá Maddison inn næsta sumar til að halda áfram að byggja liðið en það er nú í 5. sæti með 31 stig þegar tímabilið er hálfnað.
Athugasemdir
banner