Darren Fletcher, fyrrum miðjumaður Manchester United, hefur verið ráðinn bráðabirgðastjóri United eftir að Rúben Amorim var látinn taka pokann sinn í morgun.
Fyrsti leikur Fletcher verður gegn Burnley á miðvikudaginn. Mögulegt er talið að hann muni stýra liðinu út tímabilið.
Fletcher lék 340 leiki yfir 20 ára tímabil hjá United. Hann vann ensku úrvalsdeildina fimm sinnum með liðinu, tvo deildabikarmeistaratitla, FA-bikarinn og Meistaradeildina.
Hann kom aftur til félagsins sem U16 þjálfari 2020. Hann átti síðan eftir að koma inn í þjálfrateymi aðalliðsins og fara í starf bak við tjöldin.
Síðan í júlí hefur hann þjálfað U18 lið United. Hann aðhyllist að spila 4-3-3 kerfi.
Fyrsti leikur Fletcher verður gegn Burnley á miðvikudaginn. Mögulegt er talið að hann muni stýra liðinu út tímabilið.
Fletcher lék 340 leiki yfir 20 ára tímabil hjá United. Hann vann ensku úrvalsdeildina fimm sinnum með liðinu, tvo deildabikarmeistaratitla, FA-bikarinn og Meistaradeildina.
Hann kom aftur til félagsins sem U16 þjálfari 2020. Hann átti síðan eftir að koma inn í þjálfrateymi aðalliðsins og fara í starf bak við tjöldin.
Síðan í júlí hefur hann þjálfað U18 lið United. Hann aðhyllist að spila 4-3-3 kerfi.
Fletcher tók ekki við U18 liðinu fyrr því hann vildi bíða eftir að tvíburasynir hans Jack og Tyler myndu ganga upp úr árgangnum.
Jack og Tyler, sem eru 18 ára, eru hinsvegar orðnir hluti af aðalliðshópnum eftir að meiðsli í hópnum. Fletcher er því að fara að þjálfa syni sína.
Jack Fletcher hefur komið við sögu í þremur úrvalsdeildarleikjum á tímabilinu og Tyler verið ónotaður varamaður í síðustu leikjum.
Athugasemdir



