Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 05. febrúar 2023 11:20
Aksentije Milisic
Sjáðu atvikið: Correa sestur á bekkinn þegar markið var dæmt gott og gilt
Mynd: EPA

Skondið atvik átti sér stað í leik Atletico Madrid og Getafe í La Liga deildinni á Spáni í gær en leiknum lauk með 1-1 jafntefli. 


Í síðari hálfleiknum náði Angel Correa að koma boltanum í netið en hann tók þá færið sitt vel eftir frákast.

Flögguð var rangstæða og því nýtti Diego Simeone tækifærið og gerði tvöfalda breytingu á sínu liði. Correa var tekinn útaf og fékk leikmaðurinn sér sæti á bekknum.

Dómari leiksins flautaði leikinn ekki strax á hins vegar því hann fékk skilaboð frá VAR. Atvikið var skoðað gaumgæfilega og var niðurstaðan sú að markið hjá Correa var dæmt gott og gilt.

Leikmenn Atletico hlupu að Correa sem brosti sínu breiðasta á bekknum áður en hann stóð upp og fagnaði.

Atvikið má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner