Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
   fös 05. mars 2021 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland um helgina - Stærstu félögin eigast við
Það er heil umferð um helgina í þýsku úrvalsdeildinni og eru allir leikirnir sýndir í beinni hjá Viaplay.

Fjörið hefst í kvöld með leik Schalke og Mainz. Þetta er fallbaráttuslagur af bestu gerð en þetta eru tvö neðstu lið deildarinnar. Mainz er með 17 stig úr 23 leikjum og Schalke er með níu stig eftir 23 leiki.

Á morgun eru sex leikir. Fjórir þeirra byrja klukkan 14:30 og þar ber líklega hæst leikur Freiburg og RB Leipzig. Leipzig er í öðru sæti, aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Bayern München. Alfreð Finnbogason er enn á meiðslalistanum hjá Augsburg sem heimsækir Hertha í höfuðborginni Berlín.

Lokaleikur morgundagsins er mjög áhugaverður þar sem topplið Bayern München tekur á móti erkifjendum sínum í Borussia Dortmund. Dortmund hefur ekki átt sérlega gott tímabil heima fyrir og er í fimmta sæti. Dortmund þarf á sigri að halda í dag.

Á sunnudaginn eru svo tveir leikir en alla leiki helgarinnar og stöðuna í deildinni má sjá hér að neðan.

föstudagur 5. mars
19:30 Schalke 04 - Mainz

laugardagur 6. mars
14:30 Eintracht Frankfurt - Stuttgart
14:30 Hoffenheim - Wolfsburg
14:30 Hertha - Augsburg
14:30 Freiburg - RB Leipzig
14:30 Gladbach - Leverkusen
17:30 Bayern - Dortmund

sunnudagur 7. mars
14:30 Köln - Werder
17:00 Arminia Bielefeld - Union Berlin
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 10 9 1 0 35 6 +29 28
2 RB Leipzig 10 7 1 2 20 13 +7 22
3 Dortmund 10 6 3 1 16 7 +9 21
4 Stuttgart 10 7 0 3 17 12 +5 21
5 Leverkusen 10 6 2 2 24 14 +10 20
6 Hoffenheim 10 6 1 3 21 16 +5 19
7 Eintracht Frankfurt 10 5 2 3 23 19 +4 17
8 Werder 10 4 3 3 15 18 -3 15
9 Köln 10 4 2 4 17 15 +2 14
10 Freiburg 10 3 4 3 13 14 -1 13
11 Union Berlin 10 3 3 4 13 17 -4 12
12 Gladbach 10 2 3 5 13 19 -6 9
13 Hamburger 10 2 3 5 9 16 -7 9
14 Wolfsburg 10 2 2 6 12 18 -6 8
15 Augsburg 10 2 1 7 14 24 -10 7
16 St. Pauli 10 2 1 7 9 20 -11 7
17 Mainz 10 1 2 7 10 18 -8 5
18 Heidenheim 10 1 2 7 8 23 -15 5
Athugasemdir
banner
banner
banner