Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 05. mars 2023 14:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Friðrik Ellert til Nottingham Forest (Staðfest)
Friðrik Ellert Jónsson.
Friðrik Ellert Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sjúkraþjálfarinn Friðrik Ellert Jónsson hefur verið ráðinn til starfa hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Nottingham Forest.

Sjúkraþjálfun Íslands greinir frá þessu á samfélagsmiðlum en þar segir: „Friðrik Ellert Jónsson, sjúkraþjálfari, er kominn í tímabundið leyfi frá störfum hjá Sjúkraþjálfun Íslands og hefur gengið til liðs við 'medicalð teymið hjá Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Hann verður með þeim út þessa leiktíð. Við óskum honum góðs gengis í þessu spennandi verkefni."

Friðrik Ellert er reyndur sjúkraþjálfari sem starfaði fyrir íslenska karlalandsliðið áður en hann var látinn fara þaðan í mars á síðasta ári. Hann og Þorgrímur Þráinsson voru látnir fara á sama tíma hjá landsliðinu.

Friðrik Ellert hefur einnig starfað sem sjúkraþjálfari hjá Stjörnunni í Garðabæ.

Þetta er gríðarlega spennandi fyrir Friðrik en það hefur ekki tíðkast áður að íslenskur sjúkraþjálfari starfi fyrir svona stórt félag.

Nottingham Forest er eins og er að spila við Everton en staðan er 1-2 þar þegar styttist í hálfleiksflautið.
Athugasemdir
banner
banner
banner