
Það var mikið um dýrðir í Grindavík í gær þegar heimamenn tóku á móti Fjölni í Lengjudeildinni. Þetta var fyrsti kappleikurinn í bæjarfélaginu í um átján mánuði.
„Fréttaritari mætti snemma á Stakkavíkurvöllinn til þess að drekka í sig stemninguna fyrir leik. Bros skein á hverju andliti heimamanna og faðmlög og kossar flugu um allt," skrifar Sverrir Örn Einarsson, fréttamaður Fótbolta.net, sem var á leiknum.
„Fréttaritari mætti snemma á Stakkavíkurvöllinn til þess að drekka í sig stemninguna fyrir leik. Bros skein á hverju andliti heimamanna og faðmlög og kossar flugu um allt," skrifar Sverrir Örn Einarsson, fréttamaður Fótbolta.net, sem var á leiknum.
Lestu um leikinn: Grindavík 3 - 3 Fjölnir
„Það var eitthvað fallegt við að sjá bæjarbúa koma saman á þessum degi í sínum heimabæ til að styðja sitt lið. Vallarþulur Grindvíkinga var líka með puttann á púlsinum og lék þekkt lag Monty Python, Always look on the bright side of life, er liðin gengu til vallar."
„Þetta er lítil varða á þeirri vegferð sem uppbygging Grindavíkur verður í framtíðinni og eflaust margir sem telja það draumóra að bæjarfélagið jafni sig á næstu árum enda verkefnið ærið og kostnaðurinn verður mikill. Vonin lifir þó í brjóstum Grindvíkinga sem það vita.... Að draumar geta ræst."
Hafliði Breiðfjörð var með myndavélina í Grindavík og hér má sjá valdar myndir.
Athugasemdir