Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   sun 11. maí 2025 15:54
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Óvæntur og langþráður sigur hjá botnliðinu - Lecce fór illa að ráði sínu
Keita Balde skoraði óvænt sigurmark fyrir Monza
Keita Balde skoraði óvænt sigurmark fyrir Monza
Mynd: EPA
Lecce er enn í fallbaráttu
Lecce er enn í fallbaráttu
Mynd: EPA
Þórir Jóhann Helgason og félagar hans í Lecce gerðu 1-1 jafntefli við Hellas Verona í 36. umferð Seríu A á Ítalíu í dag.

Lecce var betra liðið í dag og komst verðskuldað í forystu á 23. mínútu er Nikola Krstovic stýrði boltanum í netið af stuttu færi eftir að hafa fengið stungusendingu frá Tete Morente.

Verona-menn voru ekki líklegir til að jafna áður en hálfleikurinn var úti og má segja að jöfnunarmarkið hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar Diego Coppola stangaði fyrirgjöf Tomas Suslov í netið.

Heimamenn náðu að ranka við sér eftir slakan fyrri hálfleik og fengu tvö góð færi til að komast yfir. Suat Serdar átti skot sem markvörðurinn varði og þá klúðraði markaskorarinn Coppola dauðafæri úr teignum.

Lecce reyndi að kreista fram sigurmark undir lokin. Varamaðurinn Medon Berisha komst næst því að skora það þegar hann skaut föstu skoti við vítateigslínuna en var óheppinn að skora ekki.

Sigurmarkið kom ekki og þurfti Lecce að sætta sig við 1-1 jafntefli. Liðið er með 28 stig í 17. sæti en Verona í 15. sæti með 33 stig og nánast búið að bjarga sér frá falli.

Botnlið Monza vann óvæntan 2-1 sigur á Udinese. Þetta var annar sigur liðsins á árinu og sá fyrsti síðan í janúar.

Keita Balde var hetja Monza með marki undir lok leiksins. Sigurinn gerir ekki mikið fyrir Monza sem er nú þegar fallið niður um deild.

Verona 1 - 1 Lecce
0-1 Nikola Krstovic ('23 )
1-1 Diego Coppola ('41 )

Udinese 1 - 2 Monza
0-1 Gianluca Caprari ('52 )
1-1 Lorenzo Lucca ('75 )
1-2 Keita Balde ('90 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 36 23 9 4 57 27 +30 78
2 Inter 36 23 8 5 75 33 +42 77
3 Atalanta 35 20 8 7 71 31 +40 68
4 Juventus 36 16 16 4 53 33 +20 64
5 Lazio 36 18 10 8 59 46 +13 64
6 Roma 35 18 9 8 50 32 +18 63
7 Bologna 36 16 14 6 54 41 +13 62
8 Milan 36 17 9 10 58 40 +18 60
9 Fiorentina 35 17 8 10 53 35 +18 59
10 Como 36 13 9 14 48 49 -1 48
11 Torino 36 10 14 12 39 42 -3 44
12 Udinese 36 12 8 16 39 51 -12 44
13 Genoa 36 9 13 14 32 45 -13 40
14 Cagliari 36 8 9 19 37 54 -17 33
15 Verona 36 9 6 21 31 64 -33 33
16 Parma 36 6 14 16 41 56 -15 32
17 Empoli 36 5 13 18 29 56 -27 28
18 Lecce 36 6 10 20 25 58 -33 28
19 Venezia 35 4 14 17 28 49 -21 26
20 Monza 36 3 9 24 27 64 -37 18
Athugasemdir