Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   sun 11. maí 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sterkur sigur hjá Vigdísi í titilbaráttunni
Kvenaboltinn
Mynd: Anderlecht
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir var í byrjunarliði Anderlecht í gær þegar liðið vann gríðarlega sterkan sigur á Club Brugge í belgísku deildinni. Lára Kristín Pedersen var ekki með Club Brugge.

Club Brugge komst yfir strax í upphafi seinni hálfleiks en Anderlecht svaraði með þremur mörkum. Anderlecht er á toppnum með þriggja stiga forystu á Leuven en liðin mætast í lokaumferðinni. Club Brugge er í 4. sæti og mun enda þar, liðið mætir Standard Liege í lokaumferðinni.

Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir byrjaði á bekknum þegar Tampa Bay Sun vann 3-0 gegn Lexington í bandarísku deildinni.

Andrea kom inn á eftir rúmlega klukkutíma leik í stöðunni 2-0 en þriðja markið kom í uppbótatíma. Tampa Bay er í 2. sæti með 42 stig þegar tvær umferðir eru eftir. Liðið er fjórum stigum á eftir toppliði Carolina Ascent sem á leik til góða.
Athugasemdir
banner
banner