Dagur Dan Þórhallsson byrjaði á bekknum þegar Orlando City fékk New England Revolution í heimsókn í bandarísku MLS deildinni í nótt.
Orlando náði tveggja marka forystu en New England náði að jafna fyrir lok fyrri hálfleiks.
Orlando náði tveggja marka forystu en New England náði að jafna fyrir lok fyrri hálfleiks.
Martin Ojeda skorði bæði mörk Orlando en hann fullkomnaði þrennu sína þegar hann skoraði úr vítaspyrnu eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik.
Dagur kom inn á 69. mínútu en New England jafnaði metin úr vítaspyrnu þegar fimm mínútur voru til loka venjulegs leiktíma og þar við sat. Orlando er í 8. sæti Austurdeildarinnar með 18 stig eftir tólf umferðir.
Athugasemdir