Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   sun 11. maí 2025 15:42
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Frábær útisigur Dortmund á Leverkusen - Þurfa hjálp frá Frankfurt í lokaumferðinni
Dortmund á enn möguleika að komast í deild þeirra bestu
Dortmund á enn möguleika að komast í deild þeirra bestu
Mynd: EPA
Bayer 2 - 4 Borussia D.
1-0 Jeremie Frimpong ('31 )
1-1 Julian Brandt ('33 )
1-2 Julian Ryerson ('43 )
1-3 Karim Adeyemi ('73 )
1-4 Serhou Guirassy ('77 )
2-4 Jonas Hofmann ('90 )

Borussia Dortmund heldur áfram í vonina um að komast í Meistaradeild Evrópu fyrir næstu leiktíð eftir að liðið vann óvæntan 4-2 sigur á Bayer Leverkusen á Bay-Arena í dag.

Dortmund þurfti sigur til þess að halda í við Freiburg í Meistaradeildarbaráttunni en ekki fór það vel af stað hjá þeim gulu og svörtu sem lentu undir eftir hálftíma.

Jeremie Frimpong skoraði fyrir Leverkusen en Dortmund svaraði um hæl er Julian Brandt fékk sendingu frá Karim Adeyemi inn á teiginn og skoraði.

Nafni hans, Julian Ryerson, kom Dortmund í 2-1 áður en hálfleikurinn var úti og bætti Adeymi við fjórða markinu tuttugu mínútum fyrir leikslok.

Serhou Guirassy var næstur í röðinni á 77. mínútu áður en Jonas Hofmann gerði sárabótarmark fyrir Leverkusen í uppbótartíma.

4-2 sigur hjá Dortmund sem er í 5. sæti með 54 stig, einu stigi á eftir Freiburg þegar ein umferð er eftir. Leverkusen er á meðan í öðru sæti með 68 stig og þegar búið að tryggja Meistaradeildarsæti fyrir næsta tímabil.

Dortmund mætir Holsten Kiel í lokaumferðinni á meðan Freiburg spilar við Eintracht Frankfurt.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 33 24 7 2 95 32 +63 79
2 Leverkusen 33 19 11 3 70 41 +29 68
3 Eintracht Frankfurt 33 16 9 8 65 45 +20 57
4 Freiburg 33 16 7 10 48 50 -2 55
5 Dortmund 33 16 6 11 68 51 +17 54
6 Mainz 33 14 9 10 53 41 +12 51
7 RB Leipzig 33 13 12 8 51 45 +6 51
8 Werder 33 13 9 11 50 56 -6 48
9 Stuttgart 33 13 8 12 61 51 +10 47
10 Gladbach 33 13 6 14 55 56 -1 45
11 Augsburg 33 11 10 12 34 49 -15 43
12 Wolfsburg 33 10 10 13 55 54 +1 40
13 Union Berlin 33 9 10 14 33 50 -17 37
14 St. Pauli 33 8 8 17 28 39 -11 32
15 Hoffenheim 33 7 11 15 46 64 -18 32
16 Heidenheim 33 8 5 20 36 60 -24 29
17 Holstein Kiel 33 6 7 20 49 77 -28 25
18 Bochum 33 5 7 21 31 67 -36 22
Athugasemdir
banner