Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   sun 11. maí 2025 14:01
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Benó ánægður með karakterinn eftir slappa leiki - „Við ræddum margt í vikunni"
Menn gátu fagnað eftir sigurinn í gær.
Menn gátu fagnað eftir sigurinn í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emil Atlason skoraði í gær.
Emil Atlason skoraði í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keyptur til Stjörnunnar frá Vestra í vetur.
Keyptur til Stjörnunnar frá Vestra í vetur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan vann í gær sinn þriðja leik á tímabilinu.
Stjarnan vann í gær sinn þriðja leik á tímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Mér þykir alveg gríðarlega vænt um Vestra og samgleðst þeim mjög mikið með hvað gengur vel hjá þeim.'
'Mér þykir alveg gríðarlega vænt um Vestra og samgleðst þeim mjög mikið með hvað gengur vel hjá þeim.'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan vann í gær 2-0 sigur á Fram á heimavelli í 6. umferð Bestu deildarinnar. Stjarnan fékk þar sín fyrstu stig frá því í 2. umferð, en liðið hafði tapað þremur deildarleikjum í röð.

Benedkt Warén var valinn maður leiksins hér á Fótbolti.net en hann lagði upp bæði mörk Stjörnunnar í leiknum.

„Benó, eins og hann er kallaður, var frábær á vinstri kanti Stjörnunnar í kvöld. Hann komst oft framhjá Kyle McLagan og skapaði urmul af færum fyrir heimamenn. Benó lagði upp bæði mörk Stjörnunnar og var besti maður vallarins í dag," skrifaði Hilmar Jökull Stefánsson í skýrsluna eftir leikinn í gær.

Fótbolti.net ræddi við Benó í dag.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  0 Fram

Svöruðu eftir tvo mjög slappa leiki
„Mjög góð tilfinning að vinna leik eftir tvo mjög slappa leiki, það var mjög sætt að vinna í gær. Það er alltaf léttir að vinna leiki og maður er auðvitað í þessu til þess, það er það sem skiptir máli. Þetta var mjög góð frammistaða og góður sigur."

„Fögnuðurinn var bara hefðbundinn, mótið er rétt byrjað og þó að það hafi komið lélegir leikir á undan þessum, þá höldum við bara áfram. VIð fögnum öllum sigrum eins og reynum að vinna sem flesta leiki."


Rosalegt skot í skeytin
Hann var spurður út í stoðsendingarnar.

„Ég sá Emil inn á teignum og það vita allir hvað hann getur gert inni í boxinu. Ég setti hann með vinstri inn í og hitti beint á hann. Seinna markið var smá skrítið, ég komst inn á teiginn og lagði hann út á Örvar sem var einn. Hann kemur með rosalegt skot í skeytin sem var flott að sjá."

„Það er mjög mikilvægt að Emil sé kominn á blað í deildinni, það var gaman að sjá hann skora. Mín reynsla er að það sé mjög mikilvægt fyrir framherja að skora mörk, þeir nærast á því, bæði Emil og Andri Rúnar. Það var frábært að sjá Emil skora í gær."


Hafði vantað upp á grunnatriði leiksins
Stjarnan tapaði gegn Breiðabliki, ÍBV og Aftureldingu í síðustu þremur leikjum fyrir leikinn í gær. Benó nefndi sérstaklega síðustu tvo leikina sem ekki nógu góða hjá liðinu. Var eitthvað sérstakt rætt í vikunni?

„Við ræddum margt í vikunni, fórum yfir hvað við þyrftum að gera betur. Það voru grunnatriðin sem vantaði upp á - að berjast og atriði sem tengjast kannski ekki beint spilinu sjálfu. Þetta snýst um að vinna vinnuna og mér fannst við gera það mjög vel í gær. Það skilaði sér með sigri."

„Við leikmenn ræðum auðvitað okkar á milli, það líta bara allir inn á við, skoða hvað sé hægt að gera betur og reyna svo að gera betur í næsta leik. Það er mjög sterkur karakter að koma sterkir til baka, það er alveg erfitt að lenda í mótlæti, en mér fannst við sýna mjög sterkan karakter í gær, mættum vel inn í leikinn."


Það á að vera samkeppni um allar stöður
Benó var keyptur til Stjörnunnar frá Vestra í vetur. Hvernig hafa fyrstu mánuðirnir verið í Stjörnunni og hvernig er að vera hluti af hóp sem er með rúmlega 20 byrjunarliðsmenn (eins og Jökull Elísabetarson þjálfari hefur talað um)?

„Við erum með mjög stóran hóp og mjög margir góðir leikmenn sem eru að berjast um stöður, eins og þetta á að vera í flestum liðum. Það er samkeppni um hverja stöðu og þannig á það bara að vera. Þetta er búið að vera mjög gott frá því að ég kom."

Það er enginn að segja mér að þú sért bara sáttur ef þú ert settur á bekkinn?

„Auðvitað er enginn sáttur að vera á bekknum eða utan hóps, en það er bara hluti af fótboltanum. Það geta bara ellefu verið inn á í einu og menn verða bara að stíga upp þegar tækifærið kemur og grípa það."

Samgleðst Vestramönnum mjög mikið
Benó var kepytur frá Vestra í vetur, hvernig er að sjá Vestra á toppi deildarinnar eftir sex umferðir?

„Það er bara mjög gaman að sjá hvað er í gangi þar. Mér þykir alveg gríðarlega vænt um Vestra og samgleðst þeim mjög mikið með hvað gengur vel hjá þeim. En ég er bara að hugsa um verkefnið hér og einbeiti mér að því. Það sem Vestri er að gera er mjög flott."

Stjarnan fer vestur 24. maí.

„Ég er mjög spenntur. Ég hef alveg verið meðvitaður um hvaða dag þessi leikur fer fram og klukkan hvað, tékkaði sérstaklega á því. Ég bíð spenntur eftir þeim leik," segir Benó.
Athugasemdir
banner
banner