Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   sun 11. maí 2025 16:04
Brynjar Ingi Erluson
Leikmenn Arsenal stóðu heiðursvörð fyrir Liverpool - „Breytti þetta einhverju í lífi ykkar?“
Mynd: EPA
Leikmenn og þjálfarar Arsenal stóðu heiðursvörð fyrir Liverpool fyrir leik liðanna á Anfield í dag.

Liverpool varð Englandsmeistari á dögunum og er það siðurinn að lið standi heiðursvörð í síðustu leikjum tímabilsins.

Fyrrum leikmaðurinn Troy Deeney sagði að Arsenal hefði átt að neita því að gera þetta enda telur hann heiðursvörðinn úreltan sið sem ætti að afnema.

Engu að síður gerðu Arsenal-menn það.

„Jæja, Liverpool-menn, breytti þetta einhverju í lífi ykkar að Arsenal hafi staðið heiðursvörð fyrir ykkur?“ sagði og spurði Welbeast, vinsæll stuðningsmaður Arsenal á X.

Margir stuðningsmenn Arsenal voru háværir stóran hluta tímabils á samfélagsmiðlum og voru á því að Liverpool myndi misstíga sig í titilbaráttunni og þar var WelBeast fremstur í flokki, en hann hefur orðið fyrir miklu aðkasti vegna orða sinna og var talað um heiðursvörðinn sem síðasta púslið til að auðmýkja stuðningsmenn Lundúnarliðsins.


Athugasemdir
banner