Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   sun 11. maí 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
3. deild: Tindastóll með fullt hús - Dramatísk í Árbæ
Úr leik Árbæjar og Fram síðasta sumar
Úr leik Árbæjar og Fram síðasta sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
2. umferð 3. deildarinnar lauk í gær með þremur leikjum.

Tindastóll er með fullt hús stiga í 2. sæti en Hvíti riddarinn er á toppnum á markatölu.

Tindastóll lagði Sindra 2-0 í gær en Sindri lagði ÍH í fyrstu umferð. KFK nældi í sín fyrstu stig en liðið lagði Ými. Ýmir er án stiga.

Þá var dramatík í Árbæ þegar heimamenn fengu Augnablik í heimsókn. Augnablik komst yfir snemma leiks en Árbær jafnaði þegar stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma. Augnablik svaraði stuttu síðar en Árbæingar gáfust ekki upp og Örnólfur Sveinsson jafnaði metin á lokamínútunum.

Ýmir 0 - 3 KFK
0-1 Brynjar Hlöðvers ('8 )
0-2 Hubert Rafal Kotus ('19 , Mark úr víti)
0-3 Sigurður Orri Magnússon ('21 )

Tindastóll 2 - 0 Sindri
1-0 Arnar Ólafsson ('28 )
2-0 Manuel Ferriol Martínez ('41 )

Árbær 2 - 2 Augnablik
0-1 Orri Bjarkason ('3 )
1-1 Eyþór Ólafsson ('74 )
1-2 Viktor Andri Pétursson ('82 )
2-2 Örnólfur Sveinsson ('90 )
3. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Hvíti riddarinn 2 2 0 0 7 - 3 +4 6
2.    Tindastóll 2 2 0 0 4 - 1 +3 6
3.    KF 2 1 1 0 4 - 1 +3 4
4.    Augnablik 2 1 1 0 4 - 3 +1 4
5.    KV 2 1 0 1 7 - 5 +2 3
6.    Sindri 2 1 0 1 5 - 4 +1 3
7.    Reynir S. 2 1 0 1 6 - 6 0 3
8.    KFK 2 1 0 1 4 - 4 0 3
9.    Magni 2 0 1 1 1 - 2 -1 1
10.    Árbær 2 0 1 1 3 - 6 -3 1
11.    Ýmir 2 0 0 2 1 - 5 -4 0
12.    ÍH 2 0 0 2 3 - 9 -6 0
Athugasemdir
banner
banner