Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   sun 11. maí 2025 13:17
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarliðin í El Clasico: Leikurinn í beinni á Fótbolti.net
Lamine Yamal byrjar á vængnum hjá Barcelona
Lamine Yamal byrjar á vængnum hjá Barcelona
Mynd: EPA
Barcelona og Real Madrid mætast í El Clasico í La Liga á Spáni klukkan 14:15 og er leikurinn sýndur í beinni útsendingu hér á Fótbolti.net

Það er allt undir í stórleiknum en Barcelona er með fjögurra stiga forystu á Madrídinga og getur farið langleiðina með að tryggja titilinn.

Hansi Flick er með óbreytt lið frá tapi Barcelona gegn Inter í undanúrslitum Meistaradeildarinnar og á það sama við um lið Real Madrid, en Carlo Ancelotti gerir ekki breytingu á liðinu sem vann Celta Vigo, 3-2, í síðustu umferð.

Byrjunarlið Barcelona: Szczesny; Eric García, Cubarsí, Iñigo Martinez, Gerard Martín; De Jong, Pedri, Olmo; Lamine Yamal, Ferran, Raphinha

Byrjunarlið Real Madrid: Courtois; Lucas Vázquez, Asencio, Tchouameni, Fran García; Ceballos, Valverde; Arda Güler, Bellingham, Vinicius; Mbappé.

Fótbolti.net mun sýna leikinn í beinu streymi í samvinnu við Livey en leikurinn stakur kostar 1000 krónur.

Mánaðar áskrift að Livey kostar litlar 3200 krónur en lesendur geta nýtt sér afsláttarkóðann "Fotbolti.net" og fengið 30% afslátt af fyrstu þremur mánuðum áskriftarinnar. Lengjudeild karla og kvenna verður í beinni útsendingu á Fótbolti.net í samvinnu við Livey í allt sumar.


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 35 26 4 5 95 36 +59 82
2 Real Madrid 35 23 6 6 72 37 +35 75
3 Atletico Madrid 35 20 10 5 60 27 +33 70
4 Athletic 35 17 13 5 51 26 +25 64
5 Villarreal 35 17 10 8 61 47 +14 61
6 Betis 35 16 10 9 53 43 +10 58
7 Celta 35 14 7 14 55 54 +1 49
8 Vallecano 35 12 11 12 37 42 -5 47
9 Mallorca 35 13 8 14 33 40 -7 47
10 Osasuna 35 10 15 10 43 51 -8 45
11 Valencia 35 11 12 12 43 51 -8 45
12 Real Sociedad 35 12 7 16 32 41 -9 43
13 Getafe 35 10 9 16 31 34 -3 39
14 Espanyol 35 10 9 16 38 47 -9 39
15 Sevilla 35 9 11 15 39 49 -10 38
16 Girona 35 10 8 17 41 53 -12 38
17 Alaves 35 8 11 16 35 47 -12 35
18 Leganes 35 7 13 15 35 53 -18 34
19 Las Palmas 35 8 8 19 40 57 -17 32
20 Valladolid 35 4 4 27 26 85 -59 16
Athugasemdir
banner