Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   sun 11. maí 2025 09:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Versta byrjun meistara í sögunni - Töpuðu 7-0 í nótt
Mynd: EPA
Ríkjandi MLS meistarar LA Galaxy hafa byrjað tímabilið sögulega illa en liðið steinlá 7-0 gegn New York Red Bulls í nótt.

Liðið varð meistari á síðustu leiktíð þar sem liðið vann einmitt New York Red Bulls í úrslitum 2-1.

LA Galaxy hefur hins vegar byrjað tímabilið í ár hræðilega en enginn ríkjandi meistari hefur byrjað tímabilið jafn illa. Liðið er aðeins með þrjú stig eftir 12 umferðir og hefur ekki unnið leik.

Hinn 35 ára gamli Marco Reus er meðal leikmanna liðsins en hann hefur aðeins komið við sögu í sex leikjum á þessari leiktíð og skorað eitt mark. Hann hefur verið að kljást við meiðsli.
Athugasemdir
banner
banner
banner