Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   sun 05. mars 2023 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía í dag - Roma tekur á móti Juve
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Það eru fjórir leikir á dagskrá í ítalska boltanum í dag þar sem veislan hefst á fallbaráttuslag Spezia gegn Verona í hádeginu.


Þar getur Verona jafnað Spezia, sem situr í öruggu sæti deildarinnar, á stigum, en Verona hefur verið meðal botnliða Serie A allt tímabilið.

Sampdoria og Salernitana eigast svo við í öðrum fallbaráttuslag, en Salernitana er heilum sjö stigum fyrir ofan fallsvæðið sem stendur og Sampdoria er níu stigum frá öruggu sæti. Þetta er mögulega síðasta raunhæfa tækifæri Sampdoria til að snúa tímabilinu við og bjarga sér frá falli.

Inter og Lecce eigast svo við klukkan 17:00 þar sem Þórir Jóhann Helgason verður líklegast á bekknum eftir að hafa aðeins fengið að koma inná í einum leik á nýju ári og sjö yfir allt tímabilið. Nýliðar Lecce eru tíu stigum fyrir ofan fallsvæðið á meðan Inter er í harðri baráttu um 2. sætið.

Lokaleikur kvöldsins er jafnframt stórleikur helgarinnar. Þar á Roma heimaleik við Juventus og mætir Paulo Dybala sínum gömlu félögum.

Þetta er mikilvægur leikur fyrir Roma sem þarf sigur í Meistaradeildarbaráttunni, eftir óvænt tap gegn fallbaráttuliði Cremonese um síðustu helgi. Juventus er búið að vinna fjóra leiki í röð og þarf sigur í Evrópubaráttunni, en liðið væri í öðru sæti deildarinnar ef það hefðu ekki verið dregin 15 stig af félaginu fyrir fjársvikamál.

Leikir dagsins:
11:30 Spezia - Verona
14:00 Sampdoria - Salernitana
17:00 Inter - Lecce
19:45 Roma - Juventus


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 35 23 8 4 55 25 +30 77
2 Inter 35 22 8 5 73 33 +40 74
3 Atalanta 35 20 8 7 71 31 +40 68
4 Juventus 36 16 16 4 53 33 +20 64
5 Lazio 36 18 10 8 59 46 +13 64
6 Roma 35 18 9 8 50 32 +18 63
7 Bologna 36 16 14 6 54 41 +13 62
8 Milan 36 17 9 10 58 40 +18 60
9 Fiorentina 35 17 8 10 53 35 +18 59
10 Como 36 13 9 14 48 49 -1 48
11 Udinese 36 12 9 15 38 49 -11 45
12 Torino 35 10 14 11 39 40 -1 44
13 Genoa 35 9 12 14 30 43 -13 39
14 Cagliari 36 8 9 19 37 54 -17 33
15 Parma 36 6 14 16 41 56 -15 32
16 Verona 35 9 5 21 30 63 -33 32
17 Empoli 36 5 13 18 29 56 -27 28
18 Lecce 35 6 9 20 24 57 -33 27
19 Venezia 35 4 14 17 28 49 -21 26
20 Monza 36 2 10 24 25 63 -38 16
Athugasemdir
banner
banner