mið 05. maí 2021 13:37
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Páll hættur hjá Stjörnunni (Staðfest)
Rúnar Páll stýrði Stjörnunni í síðasta sinn í leiknum gegn Leikni síðasta laugardag.
Rúnar Páll stýrði Stjörnunni í síðasta sinn í leiknum gegn Leikni síðasta laugardag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Páll Sigmundsson er hættur sem þjálfari Stjörnunnar eftir tæplega átta ára starf í Garðabænum.

Rúnar Páĺl, sem fagnar 47 ára afmæli sínu í dag, tók við Stjörnunni haustið 2013 en liðið varð Íslandsmeistari í fyrsta skipti í sögunni ári síðar. Stjarnan varð einnig bikarmeistari undir stjórn Rúnars árið 2018.

Stjarnan gerði markalaust jafntefli við ńýliða Leiknis í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar um helgina en næsti leikur liðsins er gegn Keflavík um helgina.

Í tilkynningu frá Stjörnunni segir að Rúnar Páll hafi sagt upp störfum og að hann og forsvarsmenn félagsins séu búnir að semja um stafslok.

Ekki kemur fram í tilkynningu Stjörnunnar hvernig þjálfarateymið verður skipað eftir þessa ákvörðun Rúnars en Þorvaldur Örlygsson kom inn í teymið með honum síðastliðið haust.

Posted by Stjarnan FC on Miðvikudagur, 5. maí 2021



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner