Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
banner
   fim 05. maí 2022 11:10
Elvar Geir Magnússon
Fram spilar að minnsta kosti einn leik í viðbót í Safamýri
Daði Guðmundsson, rekstrarstjóri hjá Fram.
Daði Guðmundsson, rekstrarstjóri hjá Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framarar hafa leikið fyrstu tvo heimaleiki sína í Bestu deildinni í Safamýri og ljóst er að liðið mun leika að minnsta kosti einn leik þar til viðbótar.

Beðið er eftir því að nýr aðalvöllur félagsins í Úlfarsárdal verði tilbúinn en enn er ekki byrjað að leggja gervigrasið á völlinn. Vonast er til þess að í dag verði byrjað að leggja undirlagið undir gervigrasið.

Þetta sagði Daði Guðmundsson hjá Fram við Fótbolta.net í dag. Óvíst er hversu langan tíma þessar framkvæmdir munu taka.

Planið var að spila fyrsta leik á nýjum heimavelli á móti Víkingi 12. maí en ljóst er að ekki verður af því.

Fram tekur á móti Val í Bestu-deildinni 29. maí en fjórum dögum á undan er heimaleikur gegn Leikni í Mjólkurbikarnum.


Frá Safamýrinni.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner