Framarar hafa leikið fyrstu tvo heimaleiki sína í Bestu deildinni í Safamýri og ljóst er að liðið mun leika að minnsta kosti einn leik þar til viðbótar.
Beðið er eftir því að nýr aðalvöllur félagsins í Úlfarsárdal verði tilbúinn en enn er ekki byrjað að leggja gervigrasið á völlinn. Vonast er til þess að í dag verði byrjað að leggja undirlagið undir gervigrasið.
Þetta sagði Daði Guðmundsson hjá Fram við Fótbolta.net í dag. Óvíst er hversu langan tíma þessar framkvæmdir munu taka.
Beðið er eftir því að nýr aðalvöllur félagsins í Úlfarsárdal verði tilbúinn en enn er ekki byrjað að leggja gervigrasið á völlinn. Vonast er til þess að í dag verði byrjað að leggja undirlagið undir gervigrasið.
Þetta sagði Daði Guðmundsson hjá Fram við Fótbolta.net í dag. Óvíst er hversu langan tíma þessar framkvæmdir munu taka.
Planið var að spila fyrsta leik á nýjum heimavelli á móti Víkingi 12. maí en ljóst er að ekki verður af því.
Fram tekur á móti Val í Bestu-deildinni 29. maí en fjórum dögum á undan er heimaleikur gegn Leikni í Mjólkurbikarnum.

Frá Safamýrinni.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir