Verðmiðinn á Rashford - Mikið tap hjá Ratcliffe - Newcastle vill Gittens
Gunnar Heiðar: Við héldum ekki áfram að gera það sem við erum góðir í
Jóhann Birnir: Eiginlega meira svekktur með hvað það kom smá óðagot á okkur
Hemma Hreiðars bragur að myndast hjá HK - „Vilja æfa eins og skepnur"
Óli Íshólm: Eitthvað til að byggja ofan á en súrt var það
Þriðji markvörður Fjölnis í þremur leikjum - „Ekki algengt að tveir markmenn af þrem meiðist"
Árni Guðna: Þurfum að snúa þessum jafnteflum upp í sigra
De Jong spark fékk bara gult spjald „Hann fer bara með takkana í magann á honum"
Matti: Fyrri hálfleikurinn fer í algjört andleysi
Agla María: Ansi góð vika og við förum sáttar inn í helgina
Berglind Björg: Auðvitað er það alltaf markmiðið
Best í Mjólkurbikarnum: Örugglega fyrsta þrennan á ferlinum
Arnar Gunnlaugs á nýja grasinu: Ótrúlegir hlutir gerst síðustu vikur
Arnór Borg um VÆB fagn Vestra: Daði var að cooka inn í klefa, Róa eitthvað
Dóri Árna: Ef maður misstígur sig einu sinni þá ertu búinn
Davíð Smári eftir magnaðan sigur: Þetta er fótboltaleikur, það eru tilfinningar
Haddi: Gerum glórulaus mistök
Rúnar Kristins: Baráttuandinn og viljinn til staðar
Sjáðu síðasta víti Stjörnunnar og stemninguna hjá Kára í Akraneshöllinni
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
Jökull eftir sigur í vító: „Eigum sittera fyrir framan markið“
   fös 05. maí 2023 21:58
Matthías Freyr Matthíasson
Helgi Sig: Menn fá að fagna í kvöld en barðir í jörðina á morgun
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég er mjög sáttur. Þetta var bara draumabyrjun á erfiðum útivelli og þetta var mjög kærkominn sigur. Auðvitað vissum við að við værum komnir hingað til að berjast fyrir lífi okkar að því að þetta eru þau tvö lið sem allir spá velgengni í sumar og við sýndum það í dag að við vorum klárir og spiluðum frábærlega í dag sagði kátur Helgi Sigurðsson þjálfari Grindvíkinga eftir góðan 0 - 2 sigur á ÍA á Akranesi í kvöld.


Lestu um leikinn: ÍA 0 -  2 Grindavík

Það er eðlilegt að jafn gott lið og Skaginn er að það geri eitthvað áhlaup á okkur en þeir voru ekkert að skapa mikið af færum og við áttum að klára leikinn í byrjun seinni hálfleiks þegar við skjótum í slánna og flestir segja að boltinn hafi verið inni en ég sá þá nú ekki alveg. En okkur leið vel vegna þess að þeir voru ekkert að komast bak við okkur, lokuðum öllum svæðum og þú getur líka stýrt fótboltaleik án þess að vera með boltann og við gerðum það mjög vel. 

Eins og þú segir, þetta eru liðin sem flestir spá fyrsta og öðru sæti deildarinnar, ykkur í öðru. Þið eruð að sýna það í dag að þið ætlið að taka þetta fyrsta sæti

Við vitum að þetta er langhlaup og það eru enn 21 leikir eftir af þessu móti en þetta er bara góð byrjun og eitthvað sem við tökum með okkur inn í næstu viku en ég verð fljótur að koma mönnum niður á jörðina. Menn fá að fagna í kvöld en svo verða þeir barðir niður í jörðina á morgun því við mætum góðu liði Gróttu í næsta leik og við þurfum að sýna alveg eins framistöðu þar.

Nánar er rætt við Helga í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner