
Ég er mjög sáttur. Þetta var bara draumabyrjun á erfiðum útivelli og þetta var mjög kærkominn sigur. Auðvitað vissum við að við værum komnir hingað til að berjast fyrir lífi okkar að því að þetta eru þau tvö lið sem allir spá velgengni í sumar og við sýndum það í dag að við vorum klárir og spiluðum frábærlega í dag sagði kátur Helgi Sigurðsson þjálfari Grindvíkinga eftir góðan 0 - 2 sigur á ÍA á Akranesi í kvöld.
Lestu um leikinn: ÍA 0 - 2 Grindavík
Það er eðlilegt að jafn gott lið og Skaginn er að það geri eitthvað áhlaup á okkur en þeir voru ekkert að skapa mikið af færum og við áttum að klára leikinn í byrjun seinni hálfleiks þegar við skjótum í slánna og flestir segja að boltinn hafi verið inni en ég sá þá nú ekki alveg. En okkur leið vel vegna þess að þeir voru ekkert að komast bak við okkur, lokuðum öllum svæðum og þú getur líka stýrt fótboltaleik án þess að vera með boltann og við gerðum það mjög vel.
Eins og þú segir, þetta eru liðin sem flestir spá fyrsta og öðru sæti deildarinnar, ykkur í öðru. Þið eruð að sýna það í dag að þið ætlið að taka þetta fyrsta sæti
Við vitum að þetta er langhlaup og það eru enn 21 leikir eftir af þessu móti en þetta er bara góð byrjun og eitthvað sem við tökum með okkur inn í næstu viku en ég verð fljótur að koma mönnum niður á jörðina. Menn fá að fagna í kvöld en svo verða þeir barðir niður í jörðina á morgun því við mætum góðu liði Gróttu í næsta leik og við þurfum að sýna alveg eins framistöðu þar.
Nánar er rætt við Helga í sjónvarpinu hér að ofan.