„Nei, ég meina liðið hefur ekki tekið eitt skref áfram eftir að hann tók við. Eftir að hann tók við, þá hefur liðið spilað 17 deildarleiki og unnið fimm. Þeir hafa ekki haldið hreinu í einum leik," sagði Arnar Sveinn Geirsson, fyrrum leikmaður Vals, er rætt var um Srdjan Tufegdzic, þjálfara Vals, í Dr Football hlaðvarpinu í gær.
Spurt var hvort Valsmenn væru komnir á endastöð undir stjórn Túfa eftir 3-0 tap gegn FH á Kaplakrikavelli í gær. FH var með eitt stig fyrir leikinn.
Spurt var hvort Valsmenn væru komnir á endastöð undir stjórn Túfa eftir 3-0 tap gegn FH á Kaplakrikavelli í gær. FH var með eitt stig fyrir leikinn.
„Ég hélt að fyrsta skrefið hjá honum væri varnarleikur og við myndum byrja þar. Hann ætlaði að byrja á því að laga það hvað liðið hefur fengið mikið af mörkum á sig."
„Er hann kominn á endastöð? Komst hann einhvern tímann á fyrstu stöð? Þetta er ofboðslega þungt og hrikalega erfitt. Ég held að spurningin sé hvort að hann hafi einhvern tímann verið rétti maðurinn fyrir þetta," sagði Arnar Sveinn.
Botnar ekkert í planinu?
Hann skilur ekki þær pælingar sem Túfa er með varðandi leikstíl Valsliðsins. Það vakti athygli í gær að Markus Nakkim spili sem hægri bakvörður og fyrrum U21 landsliðsmaðurinn Jakob Franz Pálsson, hægri bakvörður, sé ekki í hóp
„Ég hef verið hrifinn af Nakkim í miðverði. Þessi ákvörðun í dag (í gær) að spila honum í hægri bakverði og setja Orra á bekkinn, ég skil ekki alveg hvað er í gangi. Hvaða pælingar eru í gangi. Af hverju ertu með Birki Heimis og Markus Nakkim í bakvörðum?"
„Horfðu aðeins á hópinn og sjáðu hvar bestu leikmennirnir eru. Það eru þrír fremstu leikmennirnir. Þú ert með þessa þrjá leikmenn en af hverju býðurðu upp á leikkerfi sem snýst bara um að fara inn? Sem snýst ekki um að halda breidd og hjálpa Jónatan og Tryggva að komast í tveir á einn stöðu. Ég átta mig ekki alveg á því hvernig þessi pæling kemst svona langt," sagði Arnar Sveinn og bætti við:
„FH gerði það sem Valur gerði ekki. FH mætti til leiks og það var drullumikil orka í þeim, stemning í hópnum og allt það. Þetta var gjörsamlega sálarlaust Valslið sem mætti inn á völlinn. Allt hrós til FH."
Athugasemdir