Trent Alexander-Arnold hefur verið hjá Liverpool síðan hann var sex ára gamall en í dag var staðfest að hann mun yfirgefa félagið þegar samningur hans rennur út í sumar.
Alexander-Arnold mun þá ganga í raðir spænska stórliðsins Real Madrid á frjálsri sölu. Margir stuðningsmenn Liverpool eru svekktir yfir þessari ákvörðun hans.
Alexander-Arnold mun þá ganga í raðir spænska stórliðsins Real Madrid á frjálsri sölu. Margir stuðningsmenn Liverpool eru svekktir yfir þessari ákvörðun hans.
„Það er freistingin að takast á við nýja áskorun og þá virðingu sem fylgir því að verða 'Galactico' sem er talin vera helsta hvatning Trent Alexander-Arnold til að skipta um félag," segir Sami Mokbel, íþróttafréttamaður BBC.
'Galacticos' eru þær stórstjörnur kallaðar sem Real Madrid sækir til sín í forsetatíð Florentino Perez sem hefur sótt mörg stærstu nöfn leiksins.
„Þótt hann fái án vafa góð laun í spænski höfuðborginni þá var Liverpool tilbúið að gera hann að einum best launaða varnarmanni í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Maður fær þá tilfinningu að peningar séu ekki helsti drifkrafturinn hjá Alexander-Arnold. Hann hefur unnið allt sem hægt er að vinna með Liverpool."
„Hann fer líka út sem sigurvegari; hann gegndi lykilhlutverki í 20. deildarmeistaratitli félagsins. Að vinna hjá Real Madrid setur mann þó í annan flokk. Það er erfitt að standast freistinguna að fara til Real, jafnvel fyrir einstaklinga sem eru eins tilfinningalega tengdur umhverfi sínu og Alexander-Arnold er. Madríd er lokkandi."
Athugasemdir