Man Utd reynir við Mbeumo - Arsenal og City hafa áhuga á Rodrygo - Real Madrid horfir til leikmanna í ensku deildinni
   mán 05. maí 2025 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Lítið talað um þessar breytingar sem yfirleitt þýðir að þær hafa gengið nokkuð smurt"
Halldór Árnason er á sínu öðru heila tímabili með Breiðabliki.
Halldór Árnason er á sínu öðru heila tímabili með Breiðabliki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásgeir Helgi er einn af ungu leikmönnunum hefur verið í hlutverki.
Ásgeir Helgi er einn af ungu leikmönnunum hefur verið í hlutverki.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Óli Valur og Valgeir voru fengnir frá Svíþjóð.
Óli Valur og Valgeir voru fengnir frá Svíþjóð.
Mynd: Breiðablik
Það var talsverð umræða í fyrra um að Breiðabliksliðið væri reynslumikið, gamalt og meðalaldurinn hár. Leikmenn á U21 aldri voru þrír og svo tveir; Dagur Örn Fjeldsted þar til hann fór á lán, Arnór Gauti Jónsson og svo Daniel Obbekjær.

Í vetur hefur ungum leikmönnum fjölgað svo um munar; Ásgeir Helgi Orrason, Ásgeir Orri Þorsteinsson, Gabríel Snær Hallsson eru ungir leikmenn sem hafa verið í hlutverki þeir Anton Logi Lúðvíksson, Óli Valur Ómarsson og Valgeir Valgeirsson eru líka í yngri kantinum, léku með síðasta árgangi í U21 landsliðinu.

Fótbolti.net ræddi við Halldór Árnason í tilefni af áhugaverðum leik gegn KR í kvöld og var hann í leiðinni spurður út í fjölgun ungra leikmanna hjá Blikum. Hann segir að hópurinn í fyrra hafi verið settur saman til að reyna vinna Íslandsmótið, og það tókst.

Var tekin ákvörðun í vetur að yngja upp?

„Ákvörðunin var alls ekki tekin í vetur. Þegar við kláruðum tímabilið '23, byrjuðum að æfa í febrúar '24, þá urðu breytingar á liðinu. Anton Logi og Gísli (Eyjólfsson) fóru óvænt. Við höfðum ekkert brjálæðislega mikinn tíma til að setja saman lið fyrir tímabilið."

„Á þeim tímapunkti voru ungu strákarnir kannski það ungir að þeir voru ekki komnir á þann stað að geta tekið að sér stórt hlutverk, þurftum kannski meiri reynslu. Þegar við settum saman liðið var ljóst að það voru margir samningar að renna út eftir tímabilið, við gerðum skammtíma samninga við eldri leikmenn sem gátu komið og hjálpað okkur til skamms tíma."

„Í kringum áramót 23/24 var planið að setja saman lið sem gæti unnið mótið '24 en liðið yrði svo yngt upp eftir tímabilið, alveg sama hvernig færi. Það var ekki þannig að við vöknuðum í ágúst í fyrra og þá ákveðið að yngja upp. Liðið var sett upp til að vera það sem það var. Við sóttum t.d. Benjamin Stokke sem er 34 ára, það skipti mig engu máli hvort hann var 28 ára eða 34 ára, við þurftum bara góða leikmenn sem gátu komið inn og hjálpað okkur að ná árangri."

„Svo kæmi einhver tímapunktur þar sem það yrði náttúruleg þróun á liðinu og það myndi yngjast upp. Það hefur lukkast ágætlega, lítið talað um þessar breytingar sem yfirleitt þýðir að þær hafa gengið nokkuð smurt í gegn,"
segir Dóri.
Athugasemdir
banner
banner