Man Utd reynir við Mbeumo - Arsenal og City hafa áhuga á Rodrygo - Real Madrid horfir til leikmanna í ensku deildinni
   mán 05. maí 2025 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Greenwood vill yfirgefa Marseille og snúa heim
Greenwood fagnar marki með Marseille.
Greenwood fagnar marki með Marseille.
Mynd: EPA
Mason Greenwood er sagður vilja yfirgefa Marseille eftir aðeins eitt tímabil hjá franska félaginu.

Greenwood hefur átt mjög gott tímabil og hefur skorað 19 mörk í 33 leikjum. Marseille er sem stendur í öðru sæti frönsku úrvalsdeildarinnar.

En samkvæmt The Sun er vilji Greenwood að yfirgefa Marseille í sumar.

Hann er sagður sakna fjölskyldu og vina sinna mikið og vill hann snúa aftur í ensku úrvalsdeildina þar sem hann lék áður með Manchester United.

Greenwood var á sínum tíma eitt mesta efni fótboltans en hann var seldur frá Man Utd eftir að hann var kærður fyrir kynferðisbrot. Í málinu komu upp myndir og hljóðupptökur en samt var það látið falla niður.
Athugasemdir
banner