Það er farið að hitna undir Srdjan Tufegdzic, þjálfara Vals, eftir erfiða byrjun á Íslandsmótinu. Valur tapaði 3-0 gegn FH í Kaplakrika í gær og er aðeins með sex stig eftir fimm umferðir.
Túfa tók við Val á miðju síðasta tímabili og náði að koma liðinu í Evrópukeppni, en Valur hefur aðeins unnið fimm af 17 deildarleikjum undir hans stjórn og ekki haldið hreinu einu sinni í Bestu deildinni.
Túfa tók við Val á miðju síðasta tímabili og náði að koma liðinu í Evrópukeppni, en Valur hefur aðeins unnið fimm af 17 deildarleikjum undir hans stjórn og ekki haldið hreinu einu sinni í Bestu deildinni.
Fótbolti.net hafði samband við Björn Steinar Jónsson, formann knattspyrnudeildar Vals, í dag og spurði hann út í stöðu mála hjá Hlíðarendafélaginu. Eruð þið í stjórninni farin að skoða stöðuna varðandi þjálfaramál og eitthvað annað?
„Að sjálfsögðu eru leikmenn, þjálfarar, stjórn og stuðningsmenn ósáttir með frammistöðuna í leiknum í gær. En það eru engar ákvarðanir teknar út frá einum leik. Staðan hefði verið allt öðruvísi ef við hefðum unnið þennan leik í gær," sagði Björn Steinar.
Verður Túfa áfram með liðið?
„Það er ekkert sem við tökum neinar ákvarðanir með einungis út frá leiknum í gær. Við áttum mjög fína frammistöðu í leiknum á undan. Leikurinn í gær var ekki góður. Það er alveg ljóst. Eins og Túfa kom inn á í viðtali eftir leik, þá mættum við ekki til leiks. Leikmenn náðu ekki frammistöðu sem var ásættanleg fyrir okkur. Það er alveg ljóst."
Eins og áður segir er Valur með sex stig eftir fimm umferðir og situr þessa stundina í áttunda sæti Bestu deildarinnar.
„Frammistaðan hefur verið ágæt. En hins vegar hefðum við viljað ná fleiri stigum út úr þessum leikjum. Miðað við frammistöðuna í fyrsta leik hefðum við örugglega unnið hann í níu af tíu skiptum. Í öðrum leiknum skoruðum við á 89. mínútu mark sem ég hefði vonast til að hefði verið sigurmark. Spilamennskan hefur verið fín en hún hefði mátt skila fleiri stigum. Frammistaðan í gær var hins vegar ekki góð," sagði Björn.
Athugasemdir