Man Utd reynir við Mbeumo - Arsenal og City hafa áhuga á Rodrygo - Real Madrid horfir til leikmanna í ensku deildinni
   mán 05. maí 2025 13:56
Elvar Geir Magnússon
Trent og Bellingham verða grannar í 'Beverly Hills' Madrídar
Trent Alexander-Arnold og Jude Bellingham.
Trent Alexander-Arnold og Jude Bellingham.
Mynd: EPA
Trent Alexander-Arnold er að yfirgefa Liverpool og ganga í raðir spænska stórliðsins Real Madrid. Enskir fjölmiðlar eru margir hverjir að velta því upp hvar þessi 26 ára leikmaður muni búa á Spáni.

Daily Mail telur að hann verði nágranni vinar síns og liðsfélaga í enska landsliðinu, Jude Bellingham. Hann býr í VIP-hverfi sem hefur verið kallað 'Beverly Hills' Madrídar, La Finca.

Hverfið er í um 15 mínútna akstursfjarlægð frá miðborg Madrídar en þar hefur Bellingham verið að leigja hús með móður sinni. Móðir hans vinnur að ýmsum málum fyrir son sinn.

Heimili Bellingham er með sex svefnherbergjum, kvikmyndasal, gufubaði, líkamsræktarsal og sundlaug í garðinum.

Iker Casillas, Raul og Zinedine Zidane eru meðal leikmanna sem hafa búið í hverfinu en þar er öryggisgæsla allan sólarhringinn, sjö daga vikunnar.
Athugasemdir
banner
banner