Víkingar eru án sigurs í síðustu þremur leikjum í deild og bikar en liðið mætir Fram í Bestu deildinni í kvöld. Á gluggadeginum sjálfum í síðustu viku fékk Víkingur til sín nýjan leikmann.
„Þetta er einn af þeim sem á eftir að finna fjölina sína. Hann þykir yfirburða hæfileikaríkur, virkilega teknískur og flottur leikmaður sem hefur ekki náð sér á strik," segir Tómas Þór Þórðarson í útvarpsþættinum Fótbolti.net um nýjasta leikmann Víkings.
Ali Al-Mosawe, kallaður Almo, er vængmaður sem kom frá Hilleröd í Danmörku.
„Þetta er einn af þeim sem á eftir að finna fjölina sína. Hann þykir yfirburða hæfileikaríkur, virkilega teknískur og flottur leikmaður sem hefur ekki náð sér á strik," segir Tómas Þór Þórðarson í útvarpsþættinum Fótbolti.net um nýjasta leikmann Víkings.
Ali Al-Mosawe, kallaður Almo, er vængmaður sem kom frá Hilleröd í Danmörku.
„Hann er 23 ára og með alltof fáa leiki undir belti. Tveir fyrrum samherjar Sölva Geirs úr FCK hafa þjálfað hann og gefa honum hæstu meðmæli hvað getu varðar en eins og leikjafjöldi gefur til kynna þá hefur hann ekki alveg fundið sig."
„Það er víst einhver skortur á fókus en það hefur ekkert lið gert betur en Víkingur í að finna brotna menn og koma þeim í gang og aftur út. Ég held að það sé ekki ósanngjarnt að segja það," segir Tómas.
Einhverjir hafa talað um neyðarkaup en í þættinum var þetta kallað „skiljanleg neyðarkaup" eftir brösótta leiki Víkings að undanförnu. Ara Sigurpálssonar hefur verið sárt saknað í Víkingi en vonast er til að Almo komi með eiginleika sem hjálpi til við að fylla hans skarð.
„Það er vonin. Maður sem getur tekið menn á og svolítið tekið leikinn til sín. Það er ekkert víst í þessum efnum. Neyðarkaup eða ekki neyðarkaup, hann var ekki efstur á lista og svo var komið að lokadegi. Það er smá Mo Salah lúkk á honum."
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Vestri | 5 | 3 | 1 | 1 | 6 - 2 | +4 | 10 |
2. Breiðablik | 4 | 3 | 0 | 1 | 7 - 5 | +2 | 9 |
3. Víkingur R. | 4 | 2 | 1 | 1 | 7 - 2 | +5 | 7 |
4. ÍBV | 5 | 2 | 1 | 2 | 6 - 7 | -1 | 7 |
5. KR | 4 | 1 | 3 | 0 | 12 - 7 | +5 | 6 |
6. Fram | 4 | 2 | 0 | 2 | 8 - 6 | +2 | 6 |
7. Stjarnan | 4 | 2 | 0 | 2 | 7 - 7 | 0 | 6 |
8. Valur | 5 | 1 | 3 | 1 | 8 - 9 | -1 | 6 |
9. ÍA | 5 | 2 | 0 | 3 | 5 - 9 | -4 | 6 |
10. FH | 5 | 1 | 1 | 3 | 8 - 8 | 0 | 4 |
11. Afturelding | 4 | 1 | 1 | 2 | 1 - 5 | -4 | 4 |
12. KA | 5 | 1 | 1 | 3 | 6 - 14 | -8 | 4 |
Athugasemdir