Stuðningsmenn Liverpool sungu til miðjumannsins Romeo Lavia er Chelsea og Liverpool áttust við í ensku úrvalsdeildinni í gær.
Chelsea fór með sigur af hólmi í leiknum en það voru ekki úrslit sem skiptu miklu máli fyrir Liverpool sem er nú þegar orðið meistari með yfirburðum.
Chelsea fór með sigur af hólmi í leiknum en það voru ekki úrslit sem skiptu miklu máli fyrir Liverpool sem er nú þegar orðið meistari með yfirburðum.
Lavia gekk í raðir Chelsea fyrir síðasta tímabil en hann hefði einnig getað farið til Liverpool. Hann valdi hins vegar Chelsea þar sem hann hefur lítið spilað vegna meiðsla.
Þegar Lavia fór af velli í gær, þá sungu stuðningsmenn Liverpool til hans: „Þú hefðir getað samið við meistarana, þú hefðir getað unnið deildina."
Lavia virtist bara hafa gaman að þessu ef eitthvað er.
Romeo Lavia in front of the Liverpool fans... ????#CHELIV pic.twitter.com/rxkqFtjmRQ
— Premier League (@premierleague) May 4, 2025
Athugasemdir