„Þetta var erfitt eftir að við misstum manninn útaf það er alveg klárt mál og það hafði ansi mikið að segja.“ Sagði Bjarki Már Árnason þjálfari Tindastóls eftir 4-0 tap gegn KA í kvöld. „Liðið mitt lagði sig fram í leikinn og það var það skiptir mestu máli, við vorum ekkert að gefast upp, en þetta var erfitt.“
Lestu um leikinn: KA 4 - 0 Tindastóll
„Mörk hafa mikil áhrif á leiki það er bara þannig, mér fannst þó að þetta hafi endað 4-0 þá voru menn að gefa sig í þetta alveg fram á síðustu stundu og er bara ánægður með leikimennina. Það er erfitt að vera einum færri en við erum að gera okkur seka um mistök í mörkunum.“
Aðspurður um byrjunina á mótinu hafði Bjarki þetta að segja: „Ég hef verið sáttur við þetta og það hefur verið stígandi í þessu og við erum með alvöru lið og eigum bara eftir að gera fína hluti. Ég hef enga trú á öðru.“
Nánar er rætt við Bjarka í spilaranum hér fyrir ofan
Athugasemdir